Heimir Karls æfur og krefst aðgerða: „Þetta er ekki boð­legt! Þetta er skömm!“

Heimir Karls­son, út­varps­maður í Bítinu á Bylgjunni, segir á­standið í vaxta og lána­málum á Ís­landi ekki boð­legt.

Hann deilir fréttmbl.is á Face­book síðu sinni þar sem kemur fram að Greiðslu­byrði af 40 millj­óna króna ó­verð­tryggðu í­búða­láni til 40 ára mun hafa hækkað úr tæp­­lega 151 þúsund krón­um í apríl 2021 í tæp­­lega 305 þúsund krón­ur, eft­ir að síðasta vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans.

„Þetta er ekki boð­­legt! Al­­gjör­­lega ó­­á­­sættan­­legt! Þetta er skömm! Það er komið nóg - þessu verður að breyta! Sönnun á því að kerfið þjónar ekki fólkinu í landinu heldur ein­hverju allt öðru?“ skrifar Heimir.

Fjöl­margir taka undir með Heimi í at­huga­semdum en Hall­dór Hall­dórs­son fyrr­verandi odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í borginni segir að það er bara greiðslan sem hækkar. „Láns­fjár­hæðin lækkar því þetta er ó­verð­tryggt,“ segir Hall­dór.

Aðrir eru þó ekki jafn yfir­vegaðir og stinga upp á því að flytja úr landi á meðan það er enn hægt.