Heið­dís missti allt eftir of­beldis­sam­band en ætlar nú að verða ein ríkasta kona heims

At­hafna­konan Heið­dís Rós Reynis­dóttir flutti til Miami frá Los Angeles í miðjum heims­far­aldri og stofnaði lúxus­þjónustu­fyrir­tækið The Dutchess Life VIP. Það gerði hún eftir að hafa misst allt eftir of­beldis­sam­band.

„Ég labbaði út án alls. Ég átti fötin sem ég var í, skóna, veskið og engan pening,“ segir Heið­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vildi bita af kökunni

Fyrir­tæki Heið­dísar the Dutchess Life VIP sér­hæfir sig í lúxus­ferðum fyrir fræga og ríka ein­stak­linga. Hún segir þó að hún ætlaði sér ekki fara í þjónustu­geirann en þegar hún heyrði hversu há inn­koman værri vildi hún vildi ég líka fá bita af kökunni.

„Ég sé um bókanir á flottustu nætur­klúbbum, veitinga­stöðum Miami,“ upp­lýsir Heið­dís sem út­vegar einnig að­gang að lúxus snekkjum, gistingu í glæsi­hýsum, glæsi­bif­reiðum og öryggis­vörðum ef þess er óskað.

Að sögn Heið­dísar eru við­skipta­vinir hennar allt efnað fólk en hún segist ekki geta sagt neitt per­sónu­lega frá þeim.

„Helstu við­skipta­vinir mínir koma frá New York, Texas, Dubai, LA og London og bæði karlar á konur á öllum aldri,“ upp­lýsir hún.

„Mér finnst alltaf jafn gaman að fara út og hitta nýtt fólk og skemmta mér. Ég get sofið þegar ég dey,“ segir Heið­dís spurð hvort hún fái aldrei leið á því að fara út á lífið.

Spurð hvort Ís­lendingar geti haft sam­band og pantað þjónustuna segir hún það vel hægt. „Það er hægt að hafa sam­band við mig í gengum Insta­gram en ég tek 2000 dollara í þjór­fé sem felur í sér skipu­lagninguna og bókanir ferðanna,“ segir Heið­dís.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Fréttablaðið/aðsend