Heiðar og Bogi Nils í þætti Jóns G. í kvöld

Það verður víða komið við í þætti Jóns G. á Hringbraut í kvöld en gestir hans að þessu sinni eru þeir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, og Boga Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Að venju er mjög víð komið við í þættinum sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20 í kvöld.

Bogi Nils Bogason segir að félagið sé mun sterkara og samkeppnishæfara en það var árið 2019 og munar þar mestu um endurskipulagningu félagsins í kringum hið vel heppnaða hlutafjárútboð haustið 2020.

Heiðar Guðjónsson ræðir meðal annars hvaða þýðingu það hafi fyrir fjölmiðlamarkaðinn ef áætlanir Lilju Alfreðsdóttur verða að veruleika um að taka RÚV út af auglýsingamarkaðnum. Hann segir að í því felist mikil og góð tækifæri fyrir RÚV að endurskipuleggja sig og einbeita sér meira að framleiðslu á íslensku menningarlegu efni.

Auglýsingatekjur RÚV eru yfir 2 milljarðar á ári. „Efnisframboðið breytist til hins betra. RÚV þarf þá ekki að keppa um dýra efnisrétti, eins og erlendar bíómyndir, erlenda sjónvarpsþætti og erlent íþróttaefni,“ segir Heiðar og bætir við að RÚV sé með 5 milljarða forgjöf á aðra fjölmiðla og fyrir það fé ætti að vera hægur vandi að reka eina sjónvarpsstöð og tvær útvarpsstöðvar.

Þátturinn Stjórnandinn með Jóni G. er á dagskrá Hringbrautar kl. 20 öll mánudagskvöld.