Hans Steinar breytti um stefnu í lífinu: „Ég var al­gjör­lega að mygla í þessu starfi“

H ans Steinar var fjölmiðlamaður í 28 ár þar sem hann vann bæði í útvarpi og sjónvarpi hjá Sýn, Stöð 2 og RÚV en í febrúar 2018 var hann ráðinn upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Spurður hvað hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að yfirgefa fjölmiðlana og taka við starfi upplýsingafulltrúa segir Hans, sem oftast er kallaður Hansi:

„Árið 2018 þegar ég hætti í fjölmiðlunum var ég búinn að hafa á bak við eyrað í tvö til þrjú ár að athuga með að prófa eitthvað annað. Ég var búinn að vera nánast samfellt í fjölmiðlum frá árinu 1989. Ég var í útvarpinu alveg til ársins 2006. Á þeim tímapunkti var ég orðinn hljóðmaður á NFS sálugu. Ég var gjörsamlega að mygla í þessu starfi og ég sagði við Hilmar Björnsson, sem þá var yfirmaður á gömlu Sýn: „Ég er alveg að mygla inni í þessu hljóðherbergi. Vantar þig ekki íþróttafréttamann?“ Úr varð að ég fékk starfið og ég var fljótur að aðlagast hlutunum enda öllu vanur eftir útvarpsvinnuna. Á þessum tíma var maður óhræddur að takast á við hlutina og ég þorði að láta bara vaða.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Hans Steinar færði börnum í SOS Barnaþorpinu í Addis Ababa íslensku landsliðstreyjuna að gjöf frá KSÍ í heimsókn í byrjun árs 2020.

Orðinn sjónvarpsmaður er maður allt í einu kominn undir smásjá og eins og fjölmiðlafólk þekkir þá fær maður bæði hrós og skít yfir sig. Ég held að skrápurinn minn hafi ekkert verið svo þykkur eftir allt saman. Smátt og smátt át þetta mann að innan og undir lokin var mér farið að líða illa. Ég hætti að þora og þurfti oft að hugsa mig tvisvar um í sjónvarpslýsingum, það var hik á mér í hinu og þessu, óreglulegur vinnutími og álag. Þótt íþróttafréttamannsstarfið sé gefandi, fjölbreytt og skemmtilegt þá var mig farið að langa að ganga út á þessum tímapunkti,“ segir hann.

Og Hans Steinar lét slag standa. Hann ákvað að segja upp hjá RÚV. „Einhvern daginn sem ég var langt niðri þá rakst ég á auglýsingu fyrir tilviljun þar sem auglýst var eftir upplýsingafulltrúa fyrir SOS Barnaþorpin. Umsóknarfresturinn var að renna út þennan dag. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Ég henti inn umsókn og hafði ekki gert starfsumsókn í fjölda ára. Ég hreppti hnossið. Ég vissi að ég var að taka mikla áhættu. Ég var að fara út í bransa sem ég hafði aldrei séð fyrir mér að fara út í. En það kom heldur betur á daginn að þetta var rétt ákvörðun,“ segir Hans Steinar.

Hægt er að lesa umfjöllun Fréttablaðsinshér.

Hans ásamt þátttakanda í verkefni SOS í Sómalílandi, atvinnueflingu unga fólksins. Þessi ungi maður var atvinnulaus eins og 75% ungmenna undir þrítugu í landinu. Hann dreymir um að læra bifvélavirkjun og er á leið í slíkt nám sem þó er tímafrekt. Í millit
Frá heimsókn í fjölskyldueflinguna í Eþíópíu á fyrstu stigum verkefnisins árið 2019. Þessi kona gat ekki séð fyrir börnum sínum vegna sárafátæktar en fjölskyldueflingin kom til bjargar. Íslenska verkefnið í Eþíópíu hefur hjálpað um 1600 börnum og rúmlega
Konan við hlið heitir Medina, ekkja og fjögurra barna móðir sem var að útskrifast úr fjölskyldueflingunni sem fjármögnuð er af Íslendingum. Fjölskyldan missti alla innkomu eftir að eiginmaður hennar lést og hún gat ekki mætt grunnþörfum barna sinn