Hannes birti sex Face­book-færslur um Þor­vald á 10 mínútum

Þeir sem fylgja Hannesi Hólm­steini Gissurar­syni, prófessor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, hafa vafa­laust tekið eftir því að hann birti býsna margar færslur í morgun sem allar tengjast Þor­valdi Gylfa­syni prófessor í hag­fræði.

Eins og kunnugt er hefur Þor­valdur verið í deiglunni undan­farna daga eftir að greint var frá því að full­trúi í efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neytinu lagðist gegn því að Þor­valdur yrði ráðinn rit­stjóri fræða­tíma­ritsins Nor­dic Economic Poli­cy Revi­ew. Á­stæðan var sögð sú að Þor­valdur væri of pólitískur.

Málið hefur vakið tals­verða at­hygli og hafa til dæmis þing­menn Sam­fylkingarinnar farið mikinn í gagn­rýni sinni og bent á meintan þátt Sjálf­stæðis­flokksins í þessu.

Í færslum sínum á Face­book í morgun, sem Hannes ritar á ensku, segir hann að Þor­valdur reyni að draga fram þá mynd af sér erlendis að hann sé hlut­laus fræði­maður. Það sé ekki sann­leikanum sam­kvæmt og segir Hannes hann „bitran and­stæðing Sjálf­stæðis­flokksins“ á Ís­landi. Hannes birtir svo nokkur dæmi, sem eiga að styðja mál­stað hans, en um er að ræða at­huga­semdir eða færslur sem Þor­valdur hefur skrifað á Face­book.

Hannes birti sem fyrr segir sex færslur og birtist sú fyrsta klukkan 09:48. Sú sjötta og síðasta, til þessa að minnsta kosti, birtist klukkan 09:58.

Hér að neðan má sjá fyrstu færsluna sem Hannes birti í morgun.

My colleague at the University of Iceland, Thorvaldur Gylfason, is trying to pose abroad as a non-political scholar....

Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Fimmtudagur, 11. júní 2020