Þeir sem fylgja Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafa vafalaust tekið eftir því að hann birti býsna margar færslur í morgun sem allar tengjast Þorvaldi Gylfasyni prófessor í hagfræði.
Eins og kunnugt er hefur Þorvaldur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að greint var frá því að fulltrúi í efnahags- og fjármálaráðuneytinu lagðist gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn ritstjóri fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Ástæðan var sögð sú að Þorvaldur væri of pólitískur.
Málið hefur vakið talsverða athygli og hafa til dæmis þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í gagnrýni sinni og bent á meintan þátt Sjálfstæðisflokksins í þessu.
Í færslum sínum á Facebook í morgun, sem Hannes ritar á ensku, segir hann að Þorvaldur reyni að draga fram þá mynd af sér erlendis að hann sé hlutlaus fræðimaður. Það sé ekki sannleikanum samkvæmt og segir Hannes hann „bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins“ á Íslandi. Hannes birtir svo nokkur dæmi, sem eiga að styðja málstað hans, en um er að ræða athugasemdir eða færslur sem Þorvaldur hefur skrifað á Facebook.
Hannes birti sem fyrr segir sex færslur og birtist sú fyrsta klukkan 09:48. Sú sjötta og síðasta, til þessa að minnsta kosti, birtist klukkan 09:58.
Hér að neðan má sjá fyrstu færsluna sem Hannes birti í morgun.
My colleague at the University of Iceland, Thorvaldur Gylfason, is trying to pose abroad as a non-political scholar....
Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Fimmtudagur, 11. júní 2020