Ragna Sara Jónsdóttir listrænn stjórnandi hjá Fólk Reykjavík verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
FÓLK er íslenskt hönnunar- og lífsstílsfyrirtæki sem stofnað var árið 2017 og verður meðal annars þátttakandi í HönnunarMars sem haldinn verður í júnímánuði í ár vegna hina fordæmalausu aðstæðna sem nú eru í gangi.
Sjöfn Þórðar heimsækir Rögnu Söru sem er listrænn stjórnandi hjá Fólk í Bankastræti 5 þar sem skrifstofan og galleríið er til húsa. Sjöfn fær innsýn í hönnunina sem er í gangi þessa dagana og Ragna Sara sviptir hulunni af nýjustu hönnunni og leyndardómum bak við hönnunina. Einstaklega falleg og stílhrein hugmyndasköpun liggur í hönnuninni og margir hlutirnir eru hugsaðir sem margnota. Hönnuðurnir þrír sem eru hjá Fólk Reykjavík, eru þau Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir og Theodóra Alfreðsdótir.

„Við hjá FÓLK leitumst við að vinna með framsæknum hönnuðum að snjöllum heimavörum, húsgögnum og lífsstílvörum sem einbeita sér að sjálfbærni, ábyrgð og gegnsæi í kringum framleiðsluferlið,“ segir Ragna Sara og er afar ánægð með samstarfið við þá hönnuði sem eru innanborðs.
Mikil áhersla er lögð á sjálfbæra lífsstíl og í hverju skrefi sem tekið er hugað að áhrifum á umhverfi og samfélag. „Við hjá FÓLK hönnuðum fyrir nútíma sjálfbæra líf. Framtíðarsýn okkar er að gera og hvetja fólk til að lifa sjálfbærari lífsstíl. Okkur er kunnugt um að allar vörur hafa áhrif á umhverfið og samfélagið. Við teljum hins vegar að ef við gerum okkar besta getum við öll unnið,“ segir Ragna Sara og er stolt af því hversu vel hefur tekist til í þeim efnum. Missið ekki af áhugaverðri heimsókn Sjafnar til Rögnu Söru á Bankastrætið.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.
