Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, hefur um langt skeið verið einn ástsælasti útvarps- og sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Gulli opnar sig upp á gátt í þættinum Einkalífið sem sýnt er á Vísi en þar ræðir hann meðal annars um systurmissinn árið 2004 sem hafði mikil áhrif á hann.
Systir Gulla svipti sig lífi og segir hann að andlátið hafi breytt honum þannig að hann fór að hugsa meira inn á við en áður.
„Maður fór að bera meiri virðingu fyrir lífinu. Ég varð aldrei reiður út í hana en ég varð kannski reiður út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki hringt oftar í hana, athugað með hana og dregið hana út í göngutúr og haft ekki meiri áhyggjur af henni út af hennar þunglyndi,“ segir hann meðal annars.
Þáttinn í heild sinni má nálgast á vef Vísis.
Félagasamtök á borð við Pieta og Geðhjálp geta veitt mikilvægan stuðning og er hjálparsími Pieta, s. 552-2218 alltaf opinn, sömuleiðis Hjálparsími Rauða krossins, 1717 og netspjallið 1717.is. Sorgarmiðstöð, s. 551 4141 sinnir stuðningi við aðstandendur og Heilsugæslan getur jafnframt veitt aðstoð.