Guðrún Kristjánsdóttir látin

Guðrún Kristjánsdóttir, fyrrverandi grunnskólakennari, lést á líknardeild Landspíta 26. febrúar. Hún var 73 ára. Þetta kemur fram á Morgunblaðinu í dag.

Guðrún fæddist 8. júní 1948 á Hellissandi.

Guðrún starfaði lengi sem grunnskólakennari við nokkra grunnskóla í Reykjavík fram til ársins 2013, síðast við Rimaskóla.

Fyrri eiginmaður Guðrúnar var Ágúst Svavarsson byggingartæknifræðingur sem lést 2019. Þau eignuðust tvö börn.

Seinni eiginmaður Guðrúnar er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri. Þau giftu sig á sextugsafmæli hennar sem var árið 2008.