Tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir fór út að borða til Jóa Fel á veitingastaðinn Felino í gær. Hún virðist gáttuð á því hve stuttan tíma hún fékk til snæðings miðað við Facebook færslu.
„ég fór út að borða í kvöld með tveimur vinkonum. Við vorum ekki búnar af diskunum er Jói Fel kom og bað okkur um að yfirgefa staðinn vegna annarra kúnna. Við vorum ekki einu sinni farnar að hugsa um, hvort við ætluðum að fá okkur eftirrétt,“ skrifar Guðný sem er gáttuð.
„Eru þetta nýjir afgreiðsluhættir á fínum veitingahúsum eftir covid, eða er bara látið svona við okkur gellurnar ? Hefur þú lent í þessu ?“ spyr hún.
Henni er þá bent á í ummælum að nú tíðkist það gjarnan að gestir fái að sitja til borðs í tvo tíma á hverjum veitingastað. Öðrum finnst þetta dónaskapur.