Guðmundur stefnir ríkinu og byrjar að gefa Covid-sjúklingum lyfið Ivermectin

Guð­mundur Karl Snæ­björns­son, sér­fræðingur í heimilis­lækningum, hefur stefnt ís­lenska ríkinu fyrir bann þeirra á lyfinu I­ver­mectin gegn Co­vid.

Hann hefur átt í á­greiningi við stjórn­sýslu hér­lendis vegna notkunar lyfsins gegn Co­vid en það hefur náð til Lyfja­stofnunar, land­læknis­em­bættisins og heil­brigðis­ráðu­neytisins, sem öll banna lyfið gegn Co­vid.

Fréttablaðið fjallar um þetta en Guðmundur skýrir sjálfur frá þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hann þegar vera byrjaður að ávísa sjúklingum Ivermectin gegn Covid.

„Mikil og góð verkun lyfsins liggur fyrir, jafn­vel er talið að það skili yfir 91 prósent árangri gegn Co­vid utan sjúkra­húsa. Öllum má vera ljóst hve mikil já­kvæð á­hrif lyfið hefði haft til að draga úr á­lagi af sjúkra­hús­inn­lögnum, gjör­gæslu og fækkun dauðs­falla,“ segir Guð­mundur í greininni.

Ágreiningur sem nær aftur til 2020

Guð­mundur Karl segir á­greining sinn við ríkis­stofnanir hér­lendis ná aftur til ársins 2020, þegar heims­far­aldur Co­vid hófst. Þá hafi beiðni um sam­þykki um notkun lyfsins gegn Co­vid farið í gegnum Lyfja­stofnun og Land­læknis­em­bættið og endað með stjórn­sýslu­kæru til heil­brigðis­ráðu­neytisins.

„Niður­staða ráðu­neytisins fól í sér viður­kenningu á lög­brotum Lyfja­stofnunar. Engu að síður sam­þykkti ráðu­neytið að notkun lyfsins gegn Co­vid skyldi bönnuð,“ segir Guð­mundur Karl.

Hann segir að í mál­flutningi ríkis­lög­manns komi fram að þar sem Lyfja­stofnun hefi veitt lyfinu markaðs­leyfi hefði Guð­mundur Karl enga lög­varða hags­muni lengur af málinu.

„Af því verður ekki annað á­lyktað en að undir­ritaður geti með fullum rétti á­vísað lyfinu gegn Co­vid,“ segir Guð­mundur og vill að öllum læknum verði þegar í stað til­kynnt um þessa af­stöðu ríkis­lög­manns svo læknar geti hafið á­vísanir I­ver­mectin gegn Co­vid.

Hann segist hafa hafið lyfja­á­vísanir I­ver­mectin gegn Co­vid og að hann hafi til­kynnt það til heil­brigðis­ráðu­neytisins með erindi til heil­brigðis­ráð­herra.

Segir ríkið taka fram fyrir hendur lækna

Guð­mundur Karl segir fyrr­greint dóms­mál snúast um það hvort lög­legt og rétt­mætt sé að ríkið taki fyrir hendur lækna, „með því að brjóta á rétti þeirra og snið­ganga fag­legt hlut­verk þeirra.“

„Slíkt fer í bága við á­kvæði lyfjalaga og sam­ræmist ekki þeim vald­mörkum sem ríkinu eru sett að lögum og stjórnar­skrá. Ríkinu er hvergi ætlað að vera „yfir­læknir“ allra lækna hvað með­ferð varðar,“ segir Guð­mundur Karl.

„Hand­höfum ríkis­valds getur ekki leyfst að snið­ganga lög um sjúk­linga og van­virða rétt mana til að velja með­ferðar­mögu­leika sem þeim hugnast sér til bættrar heilsu og lengri líf­daga,“ segir hann.

Í grein á Vísinda­vefnum sem skrifuð er af Jóni Magnúsi Jóhannes­syni, deildar­lækni á Land­spítalanum, og Magnúsi Karli Magnús­syni, prófessor við lækna­deild Há­skóla Ís­lands, segja þeir að rann­sóknir á I­ver­mectin sem bent hafa á mögu­lega gagn­semi gegn Co­vid hafi ekki geta sýnt fram á skýrt or­saka­sam­hengi.

Jón Magnús og Magnús Karl segja flestar rann­sóknir á virkni lyfsins við Co­vid hafi hvorki verið rit­rýndar né birtar form­lega.