Gísli þekkir til fjöl­­skyldu í sorg­­legri stöðu: „Er þetta sam­­fé­lag sem við viljum sjá?“

Gísli Hvann­dal Jakobs­son, 36 ára tveggja barna faðir, skrifar um stöðu barna með for­eldra í neyslu í Frétta­blaðið í dag.

„Á Ís­landi eru margar fjöl­skyldur með sterka þrá um bjarta fram­tíð fyrir sig og börnin sín. Ég þekki til fólks með börn þar sem sam­býlis­maður konunnar á langa sögu um sölu á fíkni­efnum. Eins eiga þau það bæði sam­eigin­legt að neyta fíkni­efna og á­fengis í kringum börnin,“ skrifar Gísli.

„Í svona að­stæðum ber hverri mann­eskju skylda til að til­kynna for­eldra eða sam­búðar­fólk til barna­verndar og/eða lög­reglu. Þarna er maður sem er búinn að vera valdur að mörgum dauðs­föllum með sölu sinni á fíkni­efnum og er með börn í kringum sig og neytir sjálfur fíkni­efna með maka sínum í kringum börnin,“ heldur Gísli á­fram.

Hann spyr: „Er þetta sam­fé­lag sem við viljum sjá?“

„Ég hef per­sónu­lega heyrt fólk segja að fíkni­efna­markaðurinn sé til staðar hvort sem ég taki þátt í honum eða ekki þannig að ég get alveg eins tekið þátt í honum og grætt smá peninga fyrir mig og mína. Fólk tekur á­byrgð á sjálfu sér en ég ekki á þeim. Svona „rök“ eru ekkert nema sið­blinda.“

„Hugsaðu þér að vera sjálf/ur dóp­sali og missa þitt eigið barn úr of stórum skammti af þínu eigin dópi sem þú selur. Á­stæðan fyrir því að ég vildi skrifa að­eins um þetta er sú að ég þekki til fólks sem hefur látist vegna of­neyslu fíkni­efna. Ég þekki líka til fólks sem hefur tekið sitt eigið líf í geð­rofi á fíkni­efnum og eða þróað með sér svo mikið þung­lyndi og dregið sig frá sam­fé­laginu að það hefur tekið sitt eigið líf.“

Hann segist hafa fjöl­skyldur sundrast og séð per­sónu­lega eyði­leggingar­mátt fíkni­efna.

„Ég hef séð frá unga aldri þessa þróun versna og nú er svo komið að fólk hér á Ís­landi hugsar sig tvisvar um hvort það ætti að fara út á lífið um helgar, hvort sem það er í mið­bæ Reykja­víkur eða annars staðar vegna ótta um að verða fyrir of­beldi í sínum fjöl­mörgu myndum.

Ef við viljum sjá og fá bjarta, góða og örugga fram­tíð fyrir börnin okkar þá verðum við að standa saman sem sam­fé­lag og vernda börnin okkar,“ skrifar Gísli.

„Ég trúi því að allir geti breyst ef þeir raun­veru­lega vilja og það er í okkar valdi að leið­beina ungu kyn­slóðinni í rétta átt að góðu lífi án eitur­lyfja sem eyði­leggja allt sem okkur er kært.

Sjálfs­morðs­tíðni hefur aukist veru­lega, glæpir af öllum toga, al­var­legar líkams­á­rásir, þróun margra gengja og stríða þeirra á milli og einnig höfum við séð grimmi­leg morð og af­tökur sem þekktist ekki hér áður fyrr.“

Hann spyr aftur: „Er þetta það sem við viljum fyrir börnin okkar?“

„Ég trúi því að allir geti breytt sínu lífi og tekið aðra stefnu og gengið burt frá fíkni­efna­heiminum sem gefur manni bara sárs­auka og sorg. Það er aug­ljóst mál að sam­starf þarf að ríkja meðal stjórn­mála­manna og bæjar­fé­laga á öllum stigum þjóð­fé­lagsins til að snúa þessari þróun við. Ef raun­veru­leg breyting á að eiga sér stað verða stjórn­mála­menn að taka á þessari slæmu þróun.Við erum öll Barna­vernd og við erum öll ein stór fjöl­skylda ef við viljum vera það og getum gert Ís­land að því landi sem börnin okkar eiga skilið,“ skrifar Gísli að lokum.