Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við nýjar ruslatunnur sem Reykjavíkurborg tók nýlega í notkun.
Veltir hann því fyrir sér hvers vegna borgin sé að skipta yfir í umræddar tunnur: „Þessi bláa er eins og bréfalúga og algjört vesen að henda öðru en flötu umslagi í ruslið og gatið á grænu er líka pínulítið og glatað,“ segir hann á Twitter.
Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að þetta sé líklega svo að þær sóði minna í kringum sig. „Svona tunnur eru notaðar finnst mér út um allt í Evrópu. Það eru greinilega einhverjar góðar pælingar á bakvið þetta,“ segir hann.
En Gísli Marteinn vill vita meira.
„Myndi samt vilja vita ástæðuna. Sé ekki af hverju þessar ættu að vera snyrtilegri. Slatti af dóti sem kemst hreinlega ekki inn og er skilið eftir við hlið tunnu. Óttast að þetta sé frekar til að koma í veg fyrir að ruslarar geti gramsað og fundið verðmæti. Sem væri nastí stefna.“
Einn bendir á að bláa tunnan sé pappatunna og græna tunnan sé ætluð fyrir flöskur. „Að þær standi einar og sér er frekar skrýtið. Líka ómerktar,“ segir viðkomandi.
Getur einhver sagt mér hversvegna @reykjavik er að skipta yfir í þessar ruslatunnur? Þessi bláa er einsog bréfalúga og algjört vesen að henda öðru en flötu umslagi í ruslið og gatið á grænu er líka pínulítið og glatað. pic.twitter.com/KorsMzRdQ9
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) October 11, 2020