Fyrsti hópur Lífskrafts kvenna komst á tind Hvannadalshnjúks um hálf átta í morgun. Auður Elva Kjartansdóttir leiddi fyrstu línu en hún hefur farið alls 79 sinnum á hnjúkinn.
126 konur stefna að því að ná tindinum. Þær leggja fljótlega af stað niður af tindinum að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, einnar þriggja Snjódrífa sem bíða við rætur Hvannadalshnjúks eftir þeim sem koma niður af fjallinu.
Soffía segir að bjartviðri og blíða sé á og við Hvannadalshnjúk. Leiðangursstjórar í ferð kvennanna á hnjúkinn eru Snjódrífurnar Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir auk G.Sigríðar Ágústsdóttur. Konurnar nefna gönguna Kvennadalshnjúk.
Markmiðið með Lífskrafti er að sögn Soffíu ekki aðeins að safna peningum, heldur er hann líka hvatning til kvenna og karla að fara út að ganga, helst á fjöll. „Félagstengslin eru meðal þess sem er svo frábært,“ segir Soffía.
Hópurinn sem hélt á fjallið skiptist niður á 18 línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu en tilgangur ferðarinnar var að safna fé fyrir nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum fyrir meðal annars skjólstæðinga styrktarfélaganna LÍF styrktarfélag og Kraft - félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Konurnar eru að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans, en hægt er að styrkja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með því að senda á símanúmerið 789-4010 í AUR-appinu.
Einnig er mögulegt að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900
* Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr.
* Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr.
* Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr.
* Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr.
Sirrý upphafskona Lífskrafts ásamt Snjódrífunni @birnabraga á teppi Kvennadalshnúks 💙🙏 Okkur voru að berast skilaboð frá...
Posted by Lífskraftur on Sunday, 2 May 2021