Fyrstu konurnar mættar á Hvanna­dals­hnjúk

Fyrsti hópur Lífs­­krafts kvenna komst á tind Hvanna­­dals­­hnjúks um hálf átta í morgun. Auður Elva Kjartans­dóttir leiddi fyrstu línu en hún hefur farið alls 79 sinnum á hnjúkinn.

126 konur stefna að því að ná tindinum. Þær leggja fljót­­lega af stað niður af tindinum að sögn Soffíu Sigur­­geirs­dóttur, einnar þriggja Snjó­drífa sem bíða við rætur Hvanna­­dals­­hnjúks eftir þeim sem koma niður af fjallinu.

Soffía segir að bjart­viðri og blíða sé á og við Hvanna­­dals­­hnjúk. Leið­angurs­­stjórar í ferð kvennanna á hnjúkinn eru Snjó­drífurnar Bryn­hildur Ólafs­dóttir og Vil­­borg Arna Gissurar­dóttir auk G.Sig­ríðar Ágústs­dóttur. Konurnar nefna gönguna Kvenna­­dals­­hnjúk.

Mark­miðið með Lífs­­krafti er að sögn Soffíu ekki að­eins að safna peningum, heldur er hann líka hvatning til kvenna og karla að fara út að ganga, helst á fjöll. „Fé­lags­­tengslin eru meðal þess sem er svo frá­bært,“ segir Soffía.

Hópurinn sem hélt á fjallið skiptist niður á 18 línur og er hver lína leidd af jökla­­leið­­sögu­­konu en til­­­gangur ferðarinnar var að safna fé fyrir nýrri krabba­­meins­­deild á Land­­spítalanum fyrir meðal annars skjól­­stæðinga styrktar­­fé­laganna LÍF styrktar­­fé­lag og Kraft - fé­lag ungs fólks sem greinst hefur með krabba­­mein og að­stand­endur þeirra.

Kon­urn­ar eru að safna fé til styrkt­ar nýrri krabba­­­meins­­­deild Land­­­spít­al­ans, en hægt er að styrkja söfn­un­ina með því að leggja inn á reikn­ing 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með því að senda á síma­­­núm­erið 789-4010 í AUR-app­inu.

Einnig er mögu­­­legt að styðja við Lífs­­­kraft með því að senda SMS í síma­­­núm­erið 1900

* Sendið text­ann LIF1000 fyr­ir 1.000 kr.
* Sendið text­ann LIF3000 fyr­ir 3.000 kr.
* Sendið text­ann LIF5000 fyr­ir 5.000 kr.
* Sendið text­ann LIF10000 fyr­ir 10.000 kr.

Sirrý upphafskona Lífskrafts ásamt Snjódrífunni @birnabraga á teppi Kvennadalshnúks 💙🙏 Okkur voru að berast skilaboð frá...

Posted by Lífskraftur on Sunday, 2 May 2021