Furðar sig á stefnu stjórn­valda í bólu­efna­málum: „Við hefðum getað gert þetta sjálf“

Björn Rúnar Lúð­víks­son, yfir­læknir á ó­næmis­fræði­deild Land­spítalans, segist ekki vera sam­mála stefnu stjórn­valda í bólu­efna­málum en hann telur að ís­lensk stjórn­völd hafi átt að sýna frum­kvæði með því að gera samninga um kaup á bólu­efni strax. Þetta kom fram í máli hans í Víg­línunni á Stöð 2 í kvöld.

„Við erum svo fá. Það er mjög sorg­legt að sjá það þegar við horfum á lönd eins og Ísrael, þar sem 20 af hverjum hundrað hafa verið bólu­settir. Við ættum að vera þarna, við ættum að vera komin upp í 30 eða 40 af 100, og hefðum alveg getað gert það,“ sagði Björn.

„Mér finnst það sér­stakt að við þurfum að hengja okkur á Evrópu­sam­bandið þegar það er yfir­lýst stefna stjórn­valda að vera ekki að fylgja Evrópu­sam­bandinu,“ sagði Björn og bætti við að Ís­lendingar hefðu getað farið mun hraðar af stað með bólu­setningar. Strax í sumar hefði verið hægt að koma á fót víð­tæku bólu­setningar­á­taki en mögu­lega hefðu menn ekki haft trú á að slíkt væri hægt.

Tvö bólu­efni hafa nú fengið markaðs­leyfi hér á landi en fyrstu skammtarnir af bólu­efni Pfizer og BioN­Tech voru gefnir milli jóla og ný­árs. Þá hefur bólu­efni Moderna fengið markaðs­leyfi og munu fyrstu skammtarnir koma í næstu viku.

Í heildina er búið að tryggja skammta fyrir 189 þúsund ein­stak­linga með þeim bólu­efnum. Ís­land hefur einnig tryggt sér skammta af bólu­efni AstraZene­ca en það hefur ekki enn fengið markaðs­leyfi frá Lyfja­stofnun Evrópu en ís­lensk yfir­völd bíða eftir sam­þykki frá Evrópu­sam­bandinu í bólu­efna­málum.

Björn segist ekki vera viss um að Ís­land sé að njóta sam­starfs í þeim málum. „Þarna erum við ekki að njóta þess að vera í sam­floti við Evrópu­sam­bandið, við hefðum getað gert þetta sjálf, við höfum alla burði til þess,“ sagði Björn og vísaði til þess yfir­völd hefðu getað á­kveðið að fylgja Bretum eða Banda­ríkja­mönnum.

„Mikið svaka­lega hefði verið gaman að sjá þá menn grípa boltann á lofti, sýna pólitískt frum­kvæði og dug og djörfung og tryggja okkur að­gang að bólu­efnunum,“ sagði Bjarni en tók fram að það hefði ekki endi­lega átt að vera í höndum sótt­varna­læknis eða land­læknis. „Þau hafa á­kveðnum verk­efnum að sinna en það er pólitíkin sem hefði átt að taka þarna frum­kvæði.“