Frosti Loga­son segir full­yrðingar Eddu Falaks ekki standast skoðun: „Ég man ekki eftir öðru eins“

Frosti Loga­son sem heldur úti Harma­gedd­on þáttunum á vef­síðunni Brot­kast.is á­kvað að tækla fullyrðingar baráttukonunnar og fjölmiðlamannsins Eddu Falaks í þætti sínum í dag en þátturinn ber heitið „Eddu Falak afhjúpuð.“

Frosti og Edda hafa eldað grátt silfur saman lengi. Fyrr­verandi kærasta Frosta, Edda Péturs­dóttir, kom fram í við­talivið hlað­varpið Eigin konur, sem Edda Falak sér um, og bar Frosta þungum sökum.

Í dag á­kvað Frosti að kasta „sprengjum“ til baka og saka Eddu um lygar. Í þættinum segist Frosti hafa heimildir fyrir því að Edda hafi beitt fólk and­legu of­beldi og hún hafi gerst sek um lygar og þjófnað.

Hann segir til­efnið vera í lýsingu þáttarins en Edda hefur sagst ætla hækka sið­ferðis­þröskuld sam­fé­lagsins en Frosti telur það ó­mögu­legt þegar Edda kemur ekki sjálf hreint fram.

Frosti fer yfir um­mæli Eddu í stærstu fjöl­miðlum landsins en hann segir hana hafa ekki komið hreint fram um störf sín. Edda hefur þar sagst hafa unnið í verð­bréfa­miðlun hjá virtum banka, unnið í fjár­mála­deild hjá stóru fjár­mála­fyrir­tæki í Kaup­manna­höfn. Hún hefur einnig sagst hafa unnið hjá lyfjarisanum Novo Nor­disk.

„Ég er búinn hringja sím­tölin og ég er búinn að senda póstana og ég er búinn að vera stans­laust að skoða þetta í nokkrar vikur. Ég er búinn að vera í sam­skiptum við danska fjár­mála­eftir­litið,“ segir Frosti í þættinum.

Hann segir Eddu aldrei hafa unnið í stórum fjár­festinga­banka eða neinum öðrum banka og heldur ekki hjá Novo Nor­disk.

„Þetta er sprengja, þetta er al­gjör­lega ó­trú­legt því að hún er ekki að full­yrða þetta eftir þrjá bjóra á Kaffi­barnum niðri í bæ. Hún er að segja þetta í stærstu fjöl­miðlum landsins,“ segir Frosti

Sjá má mynd­brotið hér að neðan.