Friðarsamtökin Friður 2000 vanda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ekki kveðjurnar í opnu bréfi til sendiráðs Rússlands á Íslandi.
„Katrín, þið gerðuð ekkert til að afstýra átökum. Tókuð þátt í ofbeldisfullum stríðsáróðri frá Bandaríkjunum,“ segir í bréfinu sem Ástþór Magnússon, forsvarsmaður samtakanna skrifar undir.
„Svöruðuð ekki einu sinni bréfi Friðar 2000 með tillögum að því hvað Íslensk stjórnvöld gætu gert til að stuðla að friðsamlegri lausn.“
Ástþór heldur áfram: „Fjölmiðlar hundsuðu einnig bréfið sem skrifað var í samráði við sérfræðinga sem hafa unnið með þessi mál árum saman.“
Skal bent á að það er ekki rétt þar sem fjallað var um bréfið hér á vef Hringbrautar.
Ástþóri er mikið niðri fyrir og er hreinlega hneykslaður.
„Þið galið um "diplomatíska lausn" en á sama tíma komið með engar lausnir, aðeins hótanir og efnahagslegt stríð gegn Rússum. Á hverju áttirðu eiginlega von þegar þú grefur undan friði í Evrópu með þessum hætti?“