Frið­þjófur var fljótur að biðja Fjöl­skyldu­hjálpina um endur­greiðslu þegar hann sá fréttirnar

Frið­þjófur Helgi Karls­son, bæjar­full­trúi Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði, óskaði eftir því að Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands myndi endur­greiða honum styrk upp á 25 þúsund krónur sem hann lagði inn á sam­tökin um mánaða­mótin.

Frið­þjófur hefur gefið 25 þúsund krónur til góðra mál­efna í hverjum mánuði undan­farna mánuði, eftir að hafa fengið launa­hækkun sem hann kærði sig ekki um.

Sjá einnig: Friðþjófur greip til sinna ráða þegar hann fékk launahækkun sem hann vildi ekki

Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands hefur verið sökuð um mis­munun á grund­velli bú­setu og sagði kona ein í fréttum Stöðvar 2 og Vísis að hún hafi verið rekin úr bið­röð fyrir jól vegna þess að hún býr í Hafnar­firði. Er Ás­gerður Jóna Flosa­dóttir, for­maður Fjöl­skyldu­hjálparinnar, sögð hafa hrópað yfir röðina að fólki úr Hafnar­firði yrði ekki hjálpað þar sem bærinn styrki ekki starf­semina.

Þá hafa Sam­tök kvenna af er­lendum upp­runa hvatt borgina til að krefjast rann­sóknar á starf­semi Föl­skyldu­hjálparinnar. Kom sú yfir­lýsing eftir að rætt var við Gyðu Dröfn Hannes­dóttur, sem var skjól­stæðingur og sjálf­boða­liði hjá sam­tökunum, sem sagðist hafa orðið vitni að því að fólki væri mis­munað á grund­velli trúar­bragða.

Frið­þjófur segist á Face­book-síðu sinni hafa óskað eftir endur­greiðslu eftir að málið komst í há­mæli í vikunni. „Ég styrkti sam­tökin nú um mánaða­mótin um 25.000 kr. sem er hluti af endur­greiðslu til sam­fé­lagsins vegna launa­hækkunar minnar sem bæjar­full­trúi í Hafnar­firði síðasta vor. Ég átti að vita betur m.a. í ljósi fyrri um­ræðu um for­svars­mann Fjöl­skyldu­hjálpar Ís­lands og sam­tökin,“ sagði Frið­þjófur í færslu á Face­book-síðu sinni og bætti við stuttu síðar að Fjöl­skyldu­hjálpin hefði brugðist vel við beiðninni.

„25.000 krónurnar mínar þessi mánaða­mót fóru því á endanum til innan­lands­starfs Hjálpar­starfs kirkjunnar sem að­stoðar fólk sem býr við fá­tækt og fé­lags­lega ein­angrun. Starf þeirra felst í því að greina vandann, veita fé­lags­lega ráð­gjöf og efnis­legan stuðning. Það felst einnig í vald­eflingu sem leiðir til sjálfs­hjálpar þeirra sem starfað er með og í því að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo sam­fé­lagið taki til­lit til þarfa þeirra og réttinda og að gripið verði til að­gerða sem breyta lífs­mögu­leikum þeirra til hins betra. Hjálpar­starfið leggur ríka á­herslu á að tryggja vel­ferð barna og því er sér­stak­lega hlúð að barna­fjöl­skyldum. Og þar veit ég fyrir víst að fólki er ekki mis­munað, þar eru allir jafnir í augum þeirra sem veita hjálpina.“