Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Húsaskjól verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
Í upphafi árs hefur mikið verið rætt um að á fasteignamarkaði sé kaupendamarkaður og hugtakið kaupendamarkaður er gjarnan misskilið. Sjöfn Þórðar fær til sín Ásdísi Ósk Valsdóttur löggiltan fasteignasala og ræðir um kaupendamarkaðinn og hvað það er sem einkennir kaupendamarkað.
„Staðreyndin er sú að fasteignamarkaðurinn sveiflast á milli þess að vera kaupendamarkaður og seljendamarkaður,“ segir Ásdís Ósk.
Einnig er Ásdís Ósk þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í starfi sínum sem fasteignasali og nýta til þess samfélagsmiðlana í miklum mæli. Sjöfn fær Ásdísi til að segja frá þessum óhefðbundnu leiðum og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið.
„Ég byrjaði á því að gera fasteignamyndbönd fyrir nokkrum árum og þau hafa virkað mjög vel á fólk. Fólk fær betri upplýsingar um eignina og við leggjum mikla áherslu á að undirbúa eignina vel fyrir sölu. Nýtum stíllista til aðstoða seljendur og blaðakonu til að skrifa hverfa- og eignalýsingar,“ segir Ásdís Ósk og segir að þessi þjónusta hafi gefist vel.
Meira um kaupendamarkaðinn og þjónustuleiðir þegar kemur að því að selja og kaupa fasteign í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.
