Fast­eigna­markaðurinn sveiflast á milli þessa að vera kaup­enda­markaður og selj­enda­markaður

Ás­dís Ósk Vals­dóttir lög­giltur fast­eigna­sali og eig­andi fast­eigna­sölunnar Húsa­skjól verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Í upp­hafi árs hefur mikið verið rætt um að á fast­eigna­markaði sé kaup­enda­markaður og hug­takið kaup­enda­markaður er gjarnan mis­skilið. Sjöfn Þórðar fær til sín Ás­dísi Ósk Vals­dóttur lög­giltan fast­eigna­sala og ræðir um kaup­enda­markaðinn og hvað það er sem ein­kennir kaup­enda­markað.

„Stað­reyndin er sú að fast­eigna­markaðurinn sveiflast á milli þess að vera kaup­enda­markaður og selj­enda­markaður,“ segir Ás­dís Ósk.

Einnig er Ás­dís Ósk þekkt fyrir að fara ó­hefð­bundnar leiðir í starfi sínum sem fast­eigna­sali og nýta til þess sam­fé­lags­miðlana í miklum mæli. Sjöfn fær Ás­dísi til að segja frá þessum ó­hefð­bundnu leiðum og þeim við­brögðum sem hún hefur fengið.

„Ég byrjaði á því að gera fast­eigna­mynd­bönd fyrir nokkrum árum og þau hafa virkað mjög vel á fólk. Fólk fær betri upp­lýsingar um eignina og við leggjum mikla á­herslu á að undir­búa eignina vel fyrir sölu. Nýtum stíllista til að­stoða selj­endur og blaða­konu til að skrifa hverfa- og eigna­lýsingar,“ segir Ás­dís Ósk og segir að þessi þjónusta hafi gefist vel.

Meira um kaup­enda­markaðinn og þjónustu­leiðir þegar kemur að því að selja og kaupa fast­eign í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.