Elín sker upp her­ör gegn ein­elti: „Þannig hefði Dag­bjartur ekki dáið til einskis“

Fjöl­miðla­konan Elín Hirst skrifar hjart­næman pistill í Frétta­blaðinu í dag um ein­elti.

„Grimmi­legt ein­elti sem Ísa­bella Von Sæ­dísar­dóttir, 12 ára, hefur orðið að þola sem endaði með því að hún reyndi að svipta sig lífi hefur vakið þjóðar­at­hygli.

Sem betur fer náðu neyðar­óp Ísa­bellu og Sæ­dísar móður hennar eyrum al­mennings. Þannig varð á allra vit­orði hið hat­ramma ein­elti sem stúlkan varð fyrir þar sem jafn­aldrar óskuðu henni jafn­vel dauða. Börnin sem eru ger­endur í þessu máli þarfnast líka sár­lega hjálpar,“ skrifar Elín.

„Sæ­dís móðir Ísa­bellu kom fram í Bítinu á Bylgjunni og lýsti því sem dóttir hennar hefur orðið að þola. Frétta­stofa RÚV fylgdi svo í kjöl­farið með við­tali við Ísa­bellu sem sýndi ein­stakt hug­rekki með því að segja sögu sína frammi fyrir al­þjóð.

Fjöl­miðlar eiga hrós skilið fyrir að birta þessi við­töl því að brýna nauð­syn bar til að upp­lýsa þjóðina um al­var­leika málsins. Það er einnig í takt við það sem þeir sem starfa að vel­ferðar­málum barna segja, að besta leiðin til að skapa betra sam­fé­lag fyrir börn sé að hlusta á þau,“ bætir hún við.

Elín segir að hatur­s­orð­ræða gagn­vart ís­lenskum börnum af öðrum kyn­þætti sé að sama skapi ó­þolandi plága.

„Önnur ís­lensk ofur­hetja, Sól­ey Lóa Smára­dóttir, 15 ára, kom fram í fjöl­miðlum á dögunum og sagði frá sárri reynslu sinni af ras­isma í skólanum. Hún hefur oft verið kölluð niðrandi orðum og kennara einum fannst sjálf­sagt að hún fræddi skóla­fé­laga sína um Afríku, en hún var ætt­leidd hingað til landsins frá Tógó að­eins fárra mánaða. Sól­ey segir að ef hún kvarti við skóla­yfir­völd sé henni hlý­lega tekið en síðan sé ekkert gert,“ skrifar Elín.

„Árið 2011 tók ellefu ára gamall drengur, Dag­bjartur Heiðar Arnars­son, líf sitt vegna ein­eltis. For­eldrar Dag­bjarts hafa kosið að ræða opin­skátt um ein­eltið sem eyði­lagði líf drengsins. Þau vonuðu í hjarta sér að ör­lög hans myndu leiða til rót­tækra breytinga í ein­eltis­málum, þannig hefði Dag­bjartur ekki dáið til einskis. Erla Kaja Emils­dóttir, móðir Dag­bjarts, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að því miður hefði lítið breyst í ein­eltis­málum hér á landi á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Dag­bjartur lést. Öll þjóðin þarf að leggjast á árarnar til að upp­ræta þetta þjóðar­mein. Vonandi eigum við líka ráða­menn með hjartað á réttum stað sem svara á­kalli Ísa­bellu Vonar, Sæ­dísar, Erlu Kaju, Sól­eyjar Lóu og fleiri,“ skrifar Elín.

„Kær­leikur fólks og stuðningur er sem betur fer ekki langt undan, þegar ill­skan gengur fram af fólki. Fjöldi ung­menna hefur beðið Ísa­bellu af­sökunar eftir að við­tölin við hana og móður hennar birtust. Börn og full­orðnir senda þeim hlý skila­boð, hringja og koma við og safna fé og gefi alls kyns hluti,“ skrifar Elín að lokum.