Ekki notað dropa af bensíni síðan í fyrra: Klórar sér í kollinum vegna fárra metan­bíla

„Við hjónin festum kaup á metant­vinn­bíl síðast­liðið sumar og höfum frá því ekki notað dropa af bensíni því metan er jú tals­vert ó­­­dýrara.“

Þetta segir Úr­súla Jünemann, kennari á eftir­launum og leið­sögu­maður, í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag. Þar skrifar hún um metan­bíla og veltir fyrir sér hvers vegna jafn fáir metan­bílar eru á götum landsins og raun ber vitni.

Sjálf hafa Úr­súla og eigin­maður hennar notað metant­vinn­bíl og er bensínið að­eins notað í neyð. „Það eru nefni­­lega bara fimm metan­­stöðvar á landinu, fjórar í Reykja­­vík og ein á Akur­eyri, þannig að í lengri ferðum gæti maður lent í vand­ræðum.“

Úr­súla bendir á að nú líði senn að því að gas- og jarð­gerðar­stöðin í Álfs­nesi komist í gagnið. Því beri að fagna enda mjög í þágu um­hverfisins að búa til nýtan­leg efni úr af­göngum og rusli.

„Það er hægt að vinna metan af sorp­haugum og nýta sem elds­neyti. Þetta efni er til staðar þarna. En eins og stendur verður mest af metaninu sem er unnið í Sorpu brennt, til að minnka slæmu á­hrifin. Heimsku­legt? Mér finnst það,“ segir Úr­súla og bætir við að menn hafi leitað ýmissa leiða til að finna aðra orku­gjafa en jarð­elds­neyti.

Hún segir að að­eins 1.900 metan­bílar séu á götunum hér á landi og fókusinn hafi að stærstum hluta farið á raf­magns­bílana. Þeir séu kannski ekki eins um­hverfis­vænir og margir láta í veðri vaka. Það þurfi að fram­leiða raf­magn og til að búa til raf­magn þurfi stundum að eyði­leggja stór land­svæði og skemma náttúru­perlur.

„Metan verður hins vegar til úr rusli og þarf ekki að fram­leiða. Metan­bílar eru ó­dýrari í fram­leiðslu og minni vand­ræði að farga þeim heldur en raf­magns­bílum. Raf­hlöður þeirra inni­halda mikið af mengandi efnum. Þannig að maður skilur ekki alveg hvers vegna metan­bílum er ekki gert hærra undir höfði og menn ekki hvattir til að snúa sér að slíkum farar­tækjum. En í staðinn var bónusinn tekinn af metan­bílum og þeir eru ekki lengur til­greindir sem vist­vænir. Þannig að metan-tvinn­bílar fá ekki lengur ó­keypis bíla­stæði í Reykja­vík.“

Í frétta­hluta Frétta­blaðsins í dag er fjallað um metan­bíla og rætt við Jón Trausta Ólafs­son, for­mann Bíl­greina­sam­bandsins. Hann segir að mjög hafi dregið úr á­huga fólks- og vöru­bíla­fram­leið­enda á að bjóða metan­bíla og sumir hafi hætt að þróa þá.

Þá kemur fram í fréttinni að þótt metan hafi að sumu leyti mjög góð á­hrif á um­hverfið sé ekki hægt að segja að hér­lendis sé allt til staðar til að metan­væða bíla­flotann. Þótt tals­vert hafi verið lagt í vinnslu á hauggasi og vinnslu á metani úr því, eru metan­stöðvar fáar eins og Úr­súla bendir á í grein sinni.