Pétur Orri Gíslason sendi inn neyðarbeiðni í umræðuspjall Sósíalistaflokks Íslands. Pétur er öryrki og einstæður faðir en hann er einn af þeim sem nær ekki endum saman vegna ofgreiðslu örorkubóta árið 2020.
Pétur fær því ekki nema 200.000 krónur á mánuði til að lifa á og hefur hann fengið þá upphæð síðan 1. september 2021.
Í samtali við Mannlífsegist Pétur vera „bara voðalega venjulegur Íslendingur.“ Hann hafi unnið mikið og ef hann vantaði pening, vann hann bara meira. En svo breyttist allt. „Ég var niðrí bæ í Reykjavík og var að skemmta mér. Eftir gott kvöld úti á lífinu ákvað ég að bregða mér í 10-11 að kaupa mér eitthvað til þess að taka með mér heim. Ég hef varla stigið inn í 10-11 að maður vindur sér upp að mér og án orðasamskipta veitir mér bylmingshögg í höfuðið.“
Pétur sem átti von á árásinni, limpast niður við höggið og rotaðist. Hann lá svo í dái á Landspítalanum í viku eftir árásina. Við tók langur tími endurhæfingar en Pétur Orri hlaut varanlegan heilaskaða við árásina og óvinnufær með öllu.
Hann segir að í kjölfarið hafi tekið við mikil barátta við að fá örorkubætur. „En svo komst ég loksins á Reykjalund sem er algjör paradís og þar fékk ég félagsráðgjafa sem bjargaði mér. Hún hjálpaði mér að komast á örorkubætur með miklum herkjum en það hafðist loksins,“ segir Pétur Orri.
Hægt er að lesa viðtal Mannlífs við Pétur hér en hann hefur einnig opnað fyrir söfnun fyrir sjálfan sig og hægt er að leggja inn á hann hér.
Kennitala: 090184-2969
Reikningsnúmer: 0323-26-090184