Ein­stæður faðir sendir neyðar­beiðni - ör­yrki eftir al­var­lega líkams­á­rás og bætur skertar

Pétur Orri Gísla­son sendi inn neyðar­beiðni í um­ræðu­spjall Sósíal­ista­flokks Ís­lands. Pétur er ör­yrki og ein­stæður faðir en hann er einn af þeim sem nær ekki endum saman vegna of­greiðslu ör­orku­bóta árið 2020.

Pétur fær því ekki nema 200.000 krónur á mánuði til að lifa á og hefur hann fengið þá upp­hæð síðan 1. septem­ber 2021.

Í sam­tali við Mann­lífsegist Pétur vera „bara voða­lega venju­legur Ís­lendingur.“ Hann hafi unnið mikið og ef hann vantaði pening, vann hann bara meira. En svo breyttist allt. „Ég var niðr­í bæ í Reykja­vík og var að skemmta mér. Eftir gott kvöld úti á lífinu á­kvað ég að bregða mér í 10-11 að kaupa mér eitt­hvað til þess að taka með mér heim. Ég hef varla stigið inn í 10-11 að maður vindur sér upp að mér og án orða­sam­skipta veitir mér bylmings­högg í höfuðið.“

Pétur sem átti von á á­rásinni, limpast niður við höggið og rotaðist. Hann lá svo í dái á Land­spítalanum í viku eftir á­rásina. Við tók langur tími endur­hæfingar en Pétur Orri hlaut varan­legan heila­skaða við á­rásina og ó­vinnu­fær með öllu.

Hann segir að í kjöl­farið hafi tekið við mikil bar­átta við að fá ör­orku­bætur. „En svo komst ég loksins á Reykja­lund sem er al­gjör para­dís og þar fékk ég fé­lags­ráð­gjafa sem bjargaði mér. Hún hjálpaði mér að komast á ör­orku­bætur með miklum herkjum en það hafðist loksins,“ segir Pétur Orri.

Hægt er að lesa við­tal Mann­lífs við Pétur hér en hann hefur einnig opnað fyrir söfnun fyrir sjálfan sig og hægt er að leggja inn á hann hér.

Kenni­tala: 090184-2969
Reiknings­númer: 0323-26-090184