Egill Ólafs hrósar Kára í há­stert: „Vís­bending um maka­laust þroskað verk­lag“

Egill Helga­son er afar stoltur af syni sínum um þessar mundir eftir frá­bæra um­sögn frá engum öðrum en Agli Ólafs­syni. Kári Egils­son gaf út á dögunum plötuna Á­fram til stjarnanna og hefur hún fengið mikið lof.

Kári Egils­­son er ungur ís­­lenskur músíkant, sem ég hef áður heyrt spila lista­vel á sitt djassaða „klavi­er – en ný­­lega gaf hann út, á Spoti­fy, nýja músík með eigin lögum og textum. Út­­gáfan nefnist „Palm Trees In The Snow“ en, þar kveður við annan og ó­­væntan tón. Hér birtist Kári ekki að­eins sem laga­­smiður og texta­höfundur, heldur einnig sem söngvari. Stíllinn á lögunum er stundum létt – poppaður, með hip hop hryni og á stundum má greina létt á­hrif frá djassi og milli-músík,“ skrifar Egill Ólafs­son í gagn­rýni sinni sem Egill Helga­son deilir.

„Laga­­smíðarnar eru margar hverjar mjög fínar og minna um sumt á eldri tón­smiði eins og; Jimmy Webb og Bacharach og á stundum má greina á­hrif frá Gunnari Þórðar­­syni. Þetta er sagt unga tón­­skáldinu til hróss - ekki ó­­nýtt að fara í smiðju til snillinga og gera það vel og fal­­lega. Þetta á til dæmis við um eitt af bestu lögum safnsins, að mínu mati; "So­met­hing Bet­ter“

„Textar Kára, eru yfir­­­leitt mjög fínir og engu líkara en þar fari mun eldri maður en Kári – en ungir menn taka út þroska með öðrum hætti í dag en mín kyn­­slóð gerði og er það vel. Þessi út­­gáfa sannar fyrir mér fjöl­breytta hæfi­­leika Kára, sem kunn­áttu­­manns í laga­­smíð og texta­­gerð. Sem söngvari tekst honum ekki alltaf jafn vel upp, en hann á það til að „glissa“ eða renna sér full mikið upp og niður að og frá tónunum, fyrir minn smekk, eins og t.a.m. ´´Moon­beam“. Annað lætur honum betur að syngja; "So­met­hing Bet­ter“ er til dæmis vel sungið hjá Kára. Á­­fram Kári – hér er að ferðinni laga­­smiður sem vert er að gefa gaum. Um leið og ég mæli með því besta á "Palm Trees In The Snow“sem er vís­bending um maka­­laust þroskað verk­lag – vil ég segja; til hamingju með þig Kári - á­­fram til stjarnanna!“ skrifar Egill Ólafs­son.