„Ítalska Vogue fjallar um Vitrolabs, fyrirtæki Ingvars Helgasonar bróður míns – sem ræktar leður úr frumum.“ Skrifar Egill Helgason sjónvarpsmaður á Facebook síðuna sína í dag.
Ingvar rekur fyrirtæki sem hefur tekið tískuheiminn heljartökum enda umhverfis-og dýravernd leiðarvísir hönnuða um heiminn og fellur hvert vígið á fætur öðru í þeim efnum.
Leður og dýrafeldur er æ óvinsælli á tískupöllunum og staðgengill eru þau efni sem fyrirtæki Ingvars framleiðir en hann er stofnandi bandaríska fyrirtækisins Vitrolabs og framkvæmdastjóri. Vitrolabs notar líftækni til að skapa aðra kosti en dýraleður og feld á rannsóknarstofu og er notað til þess stofnfrumur. Efnið selt til 23 landa en Ingvar varð ungur fatahönnuður, áður en Vitrolabs ævintýrið hófst.

Ingvar sem er sonur Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum er hálfbróðir Egils og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Þess má geta að litli bróði Ingvars, Ari Helgason og sammæðra, lætur til sín taka í Englandi í framtaksfjárfestingasjóðnum Index Ventures. Index hefur fjárfest meðal annars í fyrirtækjum eins og Facebook, Etsy, Patreon, Sonos og Rovio. Og enn einn bróðirinn, og sonur Sigrúnar, er Davíð Helgason stofnandi Unity tæknifyrirtækisins sem veltir tugum milljarða króna, hlutur Davíð er á um 207 milljarða króna samkvæmt. frétt vb.is í fyrra.
Unity framleiðir hugbúnað fyrir tölvuleiki og var stofnað í Kaupmannahöfn fyrir meira en tíu árum síðan.
