Drauma­ferð fjöl­skyldunnar breyttist í mar­tröð: „Sigldi heim frá skemmti­ferða­skipinu með eigin­manninn í lík­poka“

Í stað þess að fagna fer­tugs­af­mæli eigin­manns síns, Rík­harðs Arnar Stein­gríms­sonar, um borð í skemmti­ferða­skipi við Bahama­eyjar, eins og ráð­gert var, sigldi Iðunn Dögg Gylfa­dóttir á­samt ungum sonum þeirra tveimur frá skipinu, með eigin­mann sinn og föður þeirra í lík­poka.

Iðunn segir í við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins frá siglingunni sem breyttist í mar­tröð þegar eigin­maður hennar og barns­faðir varð bráð­kvaddur fyrir framan hana og syni þeirra tvo, þá sex og níu ára gamla.

Þegar and­látið bar að var skemmti­ferða­skipið í lög­sögu Bahama­eyja, nóttina eftir átti svo að sigla til Miami. Vegna þessa þurfti Iðunn að fara af skipinu enda þurfti að ganga úr skugga um að ekki væri um saka­mál að ræða, en fyrst komu lög­reglu­menn um borð til skýrslu­töku.

Iðunn og Rikki eins og hann var kallaður kynntust í Lög­reglunni þar sem bæði störfuðu og segir hún bak­grunn sinn sem lög­reglu­maður hafa hjálpað, hún þekkti ferlið og undraðist það ekki.

„Ég fann líka virðinguna sem hann fékk sem kollegi,“ segir hún.

Það er allt farið hvort eð er
Iðunn og drengirnir voru færð yfir í lítinn bát sem flutti þau yfir á næstu eyju.

„Ég hélt að Rikki færi með öðrum bát en hann var alltaf með, bara í lík­poka eins og hver annar far­angur.“

Þegar komið var á eyjuna tók við ferða­lag á fjór­hjólum yfir hana, þaðan á spítt­bát yfir á næstu eyju, þar sem tók við bið á lög­reglu­stöð og í fram­haldi flug­ferð til Nass­á, höfuð­borgar Bahama­eyja.

Móðirin, synirnir tveir og faðirinn í lík­poka.

„Í þessari pínu­litlu rellu sem við flugum í, var honum troðið á ganginn á milli sæta okkar, þetta var súrrealískt,“ rifjar hún upp.

„Ég man eftir að hafa horft á sprungnar rúður vélarinnar og hugsað með mér: Já, já, við deyjum þá bara líka, það er allt farið hvort sem er.“

Við­talið við Iðunni birtist í heild sinni í helgar­blaði Frétta­blaðsins sem kemur út á morgun, laugar­dag.