Deilt um hvort það sé dóna­legt að taka frá sól­bekk: „Ekki vera hissa ef ein­hver tekur handklæðið“

Willi­am Han­son, sér­fræðingur í manna­siðum, fer yfir það í frétt mbl.ishvort það sé dóna­legt að taka frá sól­bekki þegar fólk er á sólar­strönd er­lendis.

Oft á tíðum er sam­keppni um bekkina og eru afar skiptar skoðanir um hverjar reglurnar séu hvað sól­bekkina varðar.

„Það er í lagi að taka frá sól­bekk með hand­­klæði sínu ef maður ætl­ar ekki að vera leng­ur í burtu en hálf­­­tíma. Þú þarft kannski að fá þér morg­un­mat eða há­­deg­is­mat og verður varla leng­ur en í 30 mín­út­ur. Þá er í lagi að taka frá. En ef þú ætl­ar að vera í klukku­­tíma eða leng­ur til að fara í nudd eða eitt­hvað slíkt þá þarf maður að gefa sól­bekk­inn upp á bát­inn,“ segir Han­son.

Hann bætir við að það sé mjög ó­vin­­sælt að ein­oka sól­bekk­inn all­an dag­inn.

Laura Aka­no, sem einnig er sér­­­fræðing­ur í manna­siðum, er ó­sam­­mála Han­son. Hún seg­ir að fólk hafi eng­an rétt á að taka frá sól­bekki.

„Fyrst­ur kem­ur, fyrst­ur fær. Svo ein­falt er það ef hót­elið er ekki með bók­un­ar­­kerfi fyr­ir sól­bekki. Eina rétta leiðin til þess að taka frá sól­bekki er í gegn­um for­m­­legt bók­un­ar­­kerfi. Fólk á ekki að vera að ein­oka sól­bekki all­an dag­inn. Það er ó­kur­t­eisi, sér­­stak­­lega á sam­eig­in­­leg­um svæðum þar sem fólk þarf að deila.“

Aka­no bætir við að hún yrði ekki hissa ef fólk fjar­lægði hand­klæði sem notar ekki sól­bekkina í langan tíma.

„Ef þú ferð í burtu ætti ein­hver ann­ar að geta notað bekk­inn og ekki vera hissa ef ein­hver tek­ur hand­­klæðið og kast­ar því til hliðar.“

Bæði eru þó sam­­mála um að staðan sé önn­ur ef fólk hef­ur leigt eða greitt fyr­ir sól­bekk­ina.