Það er ekki að ástæðulausu að Bragi Valdimar Skúlason er einn af okkur vinsælustu textasmiðum, enda fáir betur að sér eða hnyttnari þegar kemur að íslensku máli.
Bragi deilir skemmtilegri færslu á Twitter-síðu sinni en þar birtir hann ákall sem finna má í nýjasta tölublaði Vikunnar. Ákallið var svona: „Getur ekki Bragi Valdimar Skúlason, Kappmálsmaður og Baggalútur, fundið eitthvað fallegt orð í stað píkuprumpsins?“
Ekki stóð á svörunum hjá Braga sem birti meðfylgjandi færslu á Twitter:
Klofsöngur & skapasköll
skuðahvinur, láfuköll.
Tussupískur, barmabrak
budduljóð & físukvak.
Pík–atsjú & rifuraul
rjáfurgola, pjásubaul.
Kússugjálfur, klobbaflaut,
kórpjása & tónaskaut.
Neðribæjardirrindí
dalagola, pjallerí.
En þó það máski kveiki krump
— kallast þetta píkuprump.
Klofsöngur & skapasköll
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) December 10, 2020
skuðahvinur, láfuköll.
Tussupískur, barmabrak
budduljóð & físukvak.
Pík–atsjú & rifuraul
rjáfurgola, pjásubaul.
Kússugjálfur, klobbaflaut,
kórpjása & tónaskaut.
Neðribæjardirrindí
dalagola, pjallerí.
En þó það máski kveiki krump
— kallast þetta píkuprump. pic.twitter.com/5TsbwkF6Py