Bragi Valdimar var beðinn um að finna nýtt orð í staðinn fyrir „píku­prump“

Það er ekki að á­stæðu­lausu að Bragi Valdimar Skúla­son er einn af okkur vin­sælustu texta­smiðum, enda fáir betur að sér eða hnyttnari þegar kemur að ís­lensku máli.

Bragi deilir skemmti­legri færslu á Twitter-síðu sinni en þar birtir hann á­kall sem finna má í nýjasta tölublaði Vikunnar. Á­kallið var svona: „Getur ekki Bragi Valdimar Skúla­son, Kapp­máls­maður og Bagga­lútur, fundið eitt­hvað fal­legt orð í stað píku­prumpsins?“

Ekki stóð á svörunum hjá Braga sem birti með­fylgjandi færslu á Twitter:

Klof­söngur & skapa­sköll

skuða­hvinur, láfu­köll.

Tussu­pískur, bar­ma­brak

buddu­ljóð & físu­kvak.

Pík–at­sjú & rifuraul

rjáfur­gola, pjásu­baul.

Kússu­gjálfur, klobba­flaut,

kórpjása & tóna­skaut.

Neðri­bæjar­dirrindí

dalagola, pjallerí.


En þó það máski kveiki krump

— kallast þetta píku­prump.