Björn læknir: Ekki trúa þessum töfra­lausnum frá Ís­lendingum á Face­book – „DEILIÐ GJARNAN!“

Björn Geir Leifs­son, skurð­læknir með meistara­próf í stjórnun og lýð­heilsu birtir mikil­væg skila­boð vegna hinna ýmsu ráð­legginga sem nú ganga um netið, bæði á ís­lensku og ensku, sem eiga að vinna bug á hinni ill­ræmdu kóróna­veiru. Björn Geir birtir pistil á Face­book-síðu sinni sem ber heitið: Að­vörun! Björn segir:

„Ó­vitar eru að dreifa hættu­legri vit­leysu um netið, ekki síst á Face­book.“

Einn Ís­lendingur hefur meðal annars mælt með inn­töku klórs og trúir á það fullum fetum að einn til tveir dropar af klór geri krafta­verk. Hann segir:

„Munið samt Epla­Cider ein til tvær mat­skeiðar í glas af vatni og 2 til 4 dropa að klór sem er virka efnið í malaríu­lyfinu. Hafið þetta í huga í hið minnsta eftir að þið verðið veik en betra áður þá 2 dropa.“

Þetta þykir Birni undar­legar ráð­leggingar og segir að klór sé alls ekki lyf við co­vid-19. Björn segir:

„Það er hættu­legt að taka inn klór, jafn­vel í litlu magni. Það hefur valdið dauðs­föllum. Það er ENN hættu­legra að blanda sýru (ediki, sítrónu­safa eða þess háttar) í klór, við það losnar eitrað gas.“

Björn segir að ráð­leggingar þessar megi rekja til biskups í Banda­ríkjunum. Fólki með ein­hverfu hafi verið ráð­lagt að taka klór og hafi það valdið mörgum dauðs­föllum. Björn segir:

„Því miður eru til dæmi um að ís­lenskir græðarar séu að ráð­leggja að kaupa þetta á netinu og taka inn!“

Björn birtir síðan langan lista sem „auð­trúa ó­vitar í læknis­leik“, bæði ís­lenskir og er­lendir, hafa ráð­lagt fólki að inn­byrða en virki ekki til að drepa veiruna. Björn segir mikil­vægt að hlusta á sér­fræðinga og taka ekki til eigin ráða. Á lista Björns er eftir­farandi að finna og virkar ekki sem dráps­tæki á CO­VID-19.

„EDIK (epla eða annað)
C víta­mín - Nei, það virkar heldur ekki á kvef
E víta­mín
D víta­mín -skortur á því veikir vissu­lega varnir líkamans en fæstir eru með svo mikinn skort að inn­taka gagnist í bráð
ILM­KJARNA­OLÍUR ("es­senti­al oils")
TEA TREE olía (eitruð)
GRASAM­EÐUL af öllu tagi
HVÍT­LAUKUR
LAUKUR í sokkinn að sofa með
BLAUTIR sokkar (sofa í)
NEF­SKOLUN ekki heldur með stöðnu þvagi (ekki grín)
SMÁ­SKAMMTAR (hómeópatíuremedíur, hverju nafni sem þær nefnast)
BLÓMA­DROPAR
LÝSI
TUR­MERIK/CURCUMIN
ENGI­FER - Hressandi v. kvef en hvorki verndandi né læknandi
OMEGA 3
HNYKKINGAR
AYUR­VEDA meðul (slík geta inni­haldið eitraða þung­málma, a.m.k. ekki kaupa á netinu!)
SILFUR­VATN (colloi­dal sil­ver) – getur valdið blá­gráum lita­breytingum á húð.
PRECOLD/COLSZYME munn­úði
ZINK
SÓL­HATTUR (Echinacea)
KVÖLD­VOR­RÓSAR­OLÍA
ANDOXUNAR­EFNI hvers konar, m.a. As­taxant­hin sem mikið er aug­lýst þessa dagana og gefið í skyn að hjálpi
FÆÐU­ÓTAR­EFNI af öllu tagi.
ÚT­FJOLU­BLÁTT LJÓS (sólar­lampar t.d.) getur valdið bruna og krabba­meini í húð

Björn segir einnig að mikil­vægt sé að treysta heil­brigðis­yfir­völdum og ekki tefja rann­sóknir með skottu­lækningum á netinu.Flestar séu þær kjána­legar en sumar þeirra hrein­lega vara­samar.

Þá birtir Björn undar­legustu ráð­legginguna af þeim öllum en hún hljóðar svo:

„KÚA­MYKJA OG KÚA­HLAND“

Sam­kvæmt ind­verska gúrúinum ‚Swami Chakrapani Mahara­j‘. (Ekki grín)

Swami-inn tekur þó fram að kýrin verði helst að vera ind­versk og ekki hafa verið að éta rusl á götunum.

Mykjunni á að maka á líkamann og drekka kúa­hlandið meðan kyrjaðar eru Shiva möntrur!“

Björn Geir segir að lokum: „EKKI TAKA TIL EIGIN RÁÐA! DEILIÐ GJARNAN!“