Birgir Dýrfjörð, fyrrverandi þingmaður og innanbúðar maður í Samfylkingunni, skrifar nokkur skondna grein í dag sem ber heitið „hjákátleg tilraun með nafn.“
Birgir hefur starfað fyrir Samfylkinguna um árabil en hann sagði sig úr uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík vegna þess hann taldi flokkinn hafa unnið „ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum” með því að bola Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni úr flokknum.
„Einu sinni var í litlu þorpi einstæð móðir með son sinn. Hann hét Haraldur, kallaður Halli. Af einhverjum ástæðum festist við hann viðurnefnið hrúka. Hann var því kallaður Halli hrúka,“ skrifar Birgir.
„Mæðginin höfðu ama af uppnefninu. Þegar Halli fermdist sá móðir hans sér leik á borði að aftengja uppnefnið, og lét skýra Halla aftur. Hann var þá skýrður Ásgeir. Eftir það kallaði hún strákinn alltaf Geira sinn, og þorpsbúar kölluðu hann líka Geira,“ skrifar Birgir.
„Þetta var fyrir okkar tíma í Samfylkingunni, og það fannst enginn svo heimskur í þorpinu, að halda, að með nýja nafninu yrði Geiri annar og nýr strákur. Í þeirra munni var hann því alltaf kallaður, „Geiri - bróðir Halla heitins hrúku,“ skrifar Birgir að lokum.