Bára upp­ljóstrari við það að gefast upp: „Mitt líf er bara í pásu og ó­vissu“

Bára Hall­dórs­dóttir, sem ætti að vera lands­mönnum er hún upp­ljóstraði um sam­töl þing­manna á Klaustur bar, segir líf sitt vera í ó­vissu um þessar mundir. Hún greinir sjálf frá þessu á Twitter.

„Ég er með heima­að­­stoð frá Reykja­víkur­­borg 6 tíma á viku. Þyrfti meira. Að­­stoðar­­konan mín var að byrja í fæðingar­or­lofi. Vitað í 9 mán. Það er ekki búið að ráða mann­eskju í staðinn. Mitt líf er bara í pásu og ó­­vissu. 75 manns bíða líka eftir að fá heima­að­­stoð,“ skrifar Bára.

„Búin að leita líka að fjár­hags eða matar­­að­­stoð. Rauði krossinn er hættur með allt, hjálpar stofnun kirkjunnar vill helst styðja fjöl­­skyldur með börn, mæðra­­styrks­­nefnd svarar ekki og ekki náð í fjöl­­skyldu­hjálp. Að­­staða fólks eins og mín versnar dag frá degi. Ég er við upp­­­gjöf,“ bætir hún við.

Bára fær stuðnings á Twitter frá vinum og vanda­mönnum. „Þetta er ömur­legt,“ segir Ragga og „ég veit ekki hvað á ég að segja en mér finnst staðan frá­leit,“ segir Halla.