Augnablikið þegar Víðir hringdi í mömmu sína: „Heyrðu þetta er nei­kvætt“

Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna hringdi í móður sína í mars 2020 og lét hana vita sér­stak­lega að hún væri með flensu en ekki Co­vid-19.

Þetta kom fram í Stormi, heimildar­þátta­röð um heims­far­aldur Co­vid-19 á Ís­landi. Þar er þrí­eykinu svo­kallaða fylgt eftir, þeim Víði, Þór­ólfi Guðna­syni og Ölmu Möller auk þess sem sögur eru sagðar af Ís­lendingum sem far­aldurinn hafði á­hrif á.

Í fyrsta þættinum er þrí­eykinu fylgt eftir á einum af fyrstu fundum þeirra í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna í Skógar­hlíð. Þar spyr Víðir Þór­ólf út í sýna­töku móður sinnar.

„Gastu tékkað á þessari kenni­tölu sem ég sendi þér?“ spyr Víðir Þór­ólf. „Nei­kvætt,“ svarar Þór­ólfur um hæl.

„Nei­kvætt? Gott,“ svarar Víðir. „Þá ætla ég að hringja í múttu,“ segir yfir­lög­reglu­þjónninn og má sjá hann tala í símann við móður sína í næsta skoti.

„Heyrðu þetta er nei­kvætt, þú ert ekki með kóróna, bara með flensu, já.“