Auglýsingin frá Nova sem allir eru að tala um: Verður þetta umtalaðasta auglýsing sögunnar?

Óhætt er að segja að splunkuný auglýsing frá fjarskiptafyrirtækinu Nova hafi vakið athygli. Slagorð auglýsingarinnar er „Allir úr“ en eins og nafnið gefur kannski til kynna er um að ræða auglýsingu á snjallúrum.

Það sem vekur þó ef til vill meiri athygli er að leikarar í auglýsingunni koma naktir fram. Sjást þeir meðal annars dansa, hlaupa, hoppa, ferðast um á hlaupahjóli og funda saman svo eitthvað sé nefnt.

DV hefur eftir Margréti Tryggvadóttur, skemmtanastjóra Nova, að með auglýsingunni vilji fyrirtækið vekja athygli á mikilvægi geðræktar og þá sérstaklega í sambandi við samfélagsmiðla sem sýna hlutina ekki alltaf í réttu ljósi.

Skilaboðin séu í raun tvíþætt, í fyrsta lagið sé úrið og úrlausn hjá Nova allt sem þarf. „Í öðru lagi tengjast skilaboðin glansmyndinni á samfélagsmiðlum við þurfum nefnilega að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum.“

Auglýsingin var frumsýnd í gær og óhætt að segja að hún hafi vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum eins og hér sést: