Aug­lýsing Bæjarins Beztu gerir allt vit­laust: „Þetta er geð­veiki!“

Líkt og allt annað í sam­fé­laginu þá hefur verðið á pylsum hækkað en verð­bólga mælist nú yfir 10 prósent. Seðla­banki Ís­lands hækkaði stýri­vexti um 100 punkta í dag og finnur landinn vel fyrir því.

Bæjarins Beztu hefur brugðist við þessu með að bjóða upp á til­boð á tveimur pylsum og gosi á 1490 krónum. Til­boðið hefur ekki farið vel ofan í alla en ekki er langt síðan að sam­bæri­legt til­boð var á 1000 krónur í Co­vid.

„Þetta er geð­veiki. Hverjum finnst þetta verð í lagi? Af hverju er fólk ekki í upp­námi og að mót­mæla þessu?“ spyr Gísli Már.

Ellert Vopni Ol­geirs­son bendir á verð­muninn á pulsum í Ikea. „Fjórar pulsur og fjórar hálfs liters pepsi fyrir 100 kr meira í Ikea,“ skrifar Ellert.