Auður Þor­bergs­dóttir er látin

Auður Þor­bergs­dótt­ir, fyrr­ver­andi héraðs­dóm­ari, er látin 89 ára að aldri. Hún lést á líknar­deild Land­spítalans í Kópa­vogi þann 26. janúar síðast­liðinn. Greint er frá and­láti hennar í Morgun­blaðinu í dag.

Auður fæddist í Reykja­vík þann 20. apríl 1933 og lauk stúdents­prófi frá MR 1953 og em­bættis­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Ís­lands árið 1958. Tveimur árum síðar fékk hún leyfi til mál­flutnings í héraðs­dómi.

Auður var skipuð borgar­dómari fyrst kvenna árið 1972 og sat hún í því em­bætti til ársins 1992 að hún var skipuð héraðs­dómi í Reykja­vík. Gegndi hún því em­bætti til ársins 2002.

Auður sat meðal annars í stjórn Ís­lands­deildar nor­rænu lög­fræðinga­mótanna 1972 til 1981 og þá var hún for­maður siða­nefndar Lækna­fé­lags Ís­lands á árunum 1978 til 1990. Þess er getið í Morgun­blaðinu að Auður hafi frá árinu 1963 fram­kvæmt hjóna­vígslur og mun hún hafa verið fyrsta konan til þess hér á landi.

Eigin­maður hennar var Hannes K. Davíðs­son arki­tekt en hann lést árið 1995. Börn þeirra eru Kristinn Tanni og Guð­rún Þor­björg.