Auður og Bubbi gefa út lag saman

Bubbi Morthens og Auður munu gefa út lagið Tárin falla hægt sem kemur út á á miðnætti í kvöld.

Í tilkynningu frá þeim segir að stórir gítarar, stríðstrommur og angur­vær hljóð­heimur ein­kenni lagið.

Auður hefur ekki gefið út nýtt lag frá því hann gaf út EP plötuna Venus í fyrra. Í júní í fyrra sagði Þjóð­leik­húsið að það hefði á­sakanir á hendur tón­listar­manninum til skoðunar. Átti hann að semja tón­list í leik­sýningunni Rómeó og Júlíu sem frum­sýnd var í septem­ber í fyrra á­samt Sölku Vals­dóttir en ekkert varð úr því vegna málsins.

Söngvarinn hefur viður­kennt að hann hafi brotið á konum, farið yfir mörk og verið ógnandi, en þá vísaði hann öðrum orð­rómum um þöggunar­samninga og brot gegn stúlku undir lög­aldri al­farið á bug og sagði það upp­spuna frá rótum.

Bubbi tjáði sig um málið á Twitter og sagðist trúa tón­listar­manninum.