Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og athafnakona, birti tvær myndir af sér á Facebook-síðu sinni í dag sem virðast teknar með nokkru millibili. Staðreyndin er þó sú að myndirnar eru báðar mjög nýlegar þó ólíkar séu. Ásdís Rán segir að góð ástæða sé fyrir því.
„Báðar myndirnar eru nýjar, en munurinn er sá að önnur þeirra er tekin af ljósmyndara hjá gulu pressunni,“ segir Ásdís í færslunni, sem skrifuð er á ensku.
Ásdís Rán hefur dvalið í Búlgaríu að undanförnu og haft það gott í sólinni ef marka má uppfærslur hennar á samfélagsmiðlum.
Ásdís segist hafa birt myndirnar að gamni sínu, en líka til að minna fólk á að trúa ekki öllu sem það sér eða les. Segir Ásdís að svo virðist sem ljósmyndararnir hafi átt mjög við fyrri myndina til að láta það líta þannig út að hún hefði bætt á sig, eða allt að 100 kílóum eins og Ásdís segir og vitnar í búlgörsku slúðurpressuna.
Ásdís segir að gula pressan svokallaða geri ýmislegt til að fólk kaupi blöðin og lesi greinarnar.
„Það skiptir engu máli hversu langt þarf að ganga. Já, ég hef séð verri dæmi en þetta og á hverjum degi er eitthvað skrifað um mig. Sem betur fer eru flestar greinarnar góðar, en aðrar eru heimskulegar og dónalegar. Það versta er að margir trúa þessu bulli, þetta getur skemmt heilu fjölskyldurnar,“ segir Ásdís sem minnir fólk á að fara varlega þegar það ákveður hverju hvað það trúir.
Both of this photos are new, the different is one of them is taking when I’m out walking by a yellow media....
Posted by Asdis Ran Gunnarsdottir on Föstudagur, 21. ágúst 2020