Arnar Þór segir Þórólf vera „einráð“: „Ómanneskjulegt og hættulegt og niðurlægjandi“

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinuí dag að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sé í raun einráður.

„Sótt­varna­lækn­ir ger­ir til­lög­ur að þeim regl­um sem hér gilda og er því í reynd með hönd á lög­gjaf­ar­vald­inu. Sjálf­ur fer hann svo með fram­kvæmda­valdið þegar hann ákveður hvernig – og gagn­vart hverj­um – þess­um regl­um er beitt,“ segir Arnar Þór.

„Þegar borg­ar­arn­ir reyna að verj­ast með því að leita til dóm­stóla gef­ur sótt­varna­lækn­ir skýrslu fyr­ir dómi og niðurstaða dóm­stóla lát­in ráðast af túlk­un hans! Í reynd er sótt­varna­lækn­ir því ein­ráður og hug­sjón­in um þrígrein­ingu valds­ins orðin að inn­an­tómri skurn.“

Hann segir margt skapa falskt öryggi í faraldrinum, nefnir hann sem dæmi örvunarskammt, bóluefni og kröfu um samstöðu í þjóðfélaginu.

Arnar Þór segir að frelsið gef­i líf­inu gildi og lífið verði inn­an­tómt án þess.

„Öryggi er okk­ur öll­um vissu­lega mik­il­vægt, en fleira hef­ur vægi. Mann­leg nánd, sam­tal, sam­vera, sam­kennd, skiln­ing­ur, sam­eig­in­leg­ur til­gang­ur, kær­leik­ur, fjöl­breytni ein­stak­ling­anna, margradda kór sem sam­an flyt­ur tón­verk lífs­ins í allri sinni dýrð, háska og feg­urð. Það er ómann­eskju­legt og hættu­legt og niður­lægj­andi að ætla að skipta þessu öllu út fyr­ir falskt ör­yggi.“