Anna Sig­rún: „Það væri gott ef traustið sem byggðist upp í Co­vid hefði ekki horfið jafn­hratt“

Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, fram­kvæmda­stjór skrif­stofu for­stjóra Land­spítala, skrifar um ís­lenska fjár­mála­kerfið, í bak­þönkum Frétta­blaðsins í dag.

„Fjár­mála­starf­semi byggir á trausti. Sem er dá­lítið merki­legt í ljósi þess að fátt virðist fall­valtara en ein­mitt fjár­mála­starf­semi. Á vef Harvard Business School er til dæmis sorg­lega skondin gagn­virk mynd þar sem maður getur fylgt banka­krísum frá árinu 1800. Það líður vart það ár þar sem eitt­hvað er ekki í klessu þó á­hrifin séu mis­mikil á heims­byggðina. Gúgglið þetta endi­lega (Global Crises Data by Coun­try),“ skrifar Anna.

„Nú falla bankar austan hafs og vestan og ekki laust við að hugurinn reiki aftur til ársins 2008. Hinir ör­laga­ríku dagar að haustinu og eftir­leikurinn allur – „hrunið“ – þið munið. Margt hefur verið unnið síðan þá til að styrkja stoðir fjár­mála­kerfisins og er það vel.“

„Það væri gott ef traustið sem byggðist upp í Co­vid hefði ekki horfið jafn­hratt og raun ber vitni. For­ystan þá var fag­leg og ó­tví­ræð hjá þrí­eykinu sem stóð í stafni og árangurinn eftir því,“ segir Anna.

„Vandinn er sá að í þessari krísu hefur ekki tekist að efla traust á þeim stofnunum sem helst þyrftu ein­mitt nú að geta sýnt að þær séu traustsins verðar. Þannig hafa í að­dragandanum bæði Al­þingi og Seðla­banki Ís­lands tapað miklu trausti í trausts­mælingum meðal al­mennings.“

„Ég hef heyrt allar frá­skýringarnar um að traust fari al­mennt minnkandi í heiminum og þannig er það vafa­laust. Réttu við­brögðin eru þó tæpast að yppta öxlum í upp­gjöf og horfa í hina áttina. Við þurfum þvert á móti að horfast í augu við það hverja sem við veljum til for­ystu, hvort heldur er í stjórn­málum, stofnunum, sam­tökum eða fyrir­tækjum og spyrja hvort þau séu traustsins verð.

Það skiptir máli hver stjórnar,“ skrifar Anna að lokum.