Anna segir plágu herja á Tenerife: „Styttist í að ég skreppi til Ís­lands“

Anna Kristjáns­dóttir, íbúi á Tenerife og einn skemmti­legasti bloggari landsins, skrifar um nokkrar plágur sem hún segir herja á eyjuna fögru í pistli gær­dagsins.

„Það fór að­eins að hlýna í gær og veitti ekki af. Ég er búin að fá leið á þessum kulda sem hefur verið á kvöldin að undan­­förnu. Ég freistaðist meira að segja til að fara peysu­­laus á krána en þótti samt napurt á heim­­leiðinni. Þetta er samt allt að koma. Það er spáð sæmi­­legum hita á daginn og lág­mark­hitinn á nóttunni verður kannski um 20°C. Svo breytist allt á sunnu­­dag þegar klukkunni verður flýtt og þar með sól klukku­­tíma lengur á kvöldin.
Um­­­ferðin hérna er orðin al­­gjör plága,“ skrifar Anna.

Hún segist þetta ekki að­eins eiga við um hrað­brautina, sem vart er hægt að kalla hrað­braut lengur vegna mikils um­­­ferðar­­þunga að hennar mati.

„Heldur er eitt­hvað um lokanir gatna í Los Cristianos útaf karni­valinu sem gerir það að verkum að ekki er lengur hægt að svindla með því að fara fram­hjá Vald­es Center að vestan­verðunni sem var hægt áður. Við getum samt huggað okkur við að þeirri há­­tíð lýkur eftir helgina, en þá kemur önnur um­­­ferðar­­plága sem eru túr­istarnir sem koma til að eyða páskunum hérna og margir á bíla­­leigu­bílum.“

„Ég skrapp til Las Chafiras í gær og um­­­ferðin gekk í hæga­­gangi á leiðinni til baka. Samt gladdi það mig að sjá hana Mercý mína á ferðinni og hún leit alveg ljómandi vel út. Gott að vita til þess að nú­verandi eig­andi veitir henni gott við­hald.“

„En ég nenni ekki að vera svona nei­­kvæð. Svo er farið að styttast í að ég skreppi til Ís­lands svo ég geti kynnst kuldanum á eigin skinni. Ég er strax farin að kvíða því, en svo þarf ég að koma aftur í maí 2024 en þá til að endur­­nýja vega­bréfið. Vonandi verður þá búið að búið að draga Ís­land eitt­hvað sunnar á jarðar­­kringlunni svo að það verði líft þarna eftir það,“ skrifar Anna. .