„Ég tilkynnti það strax á minni umsókn að ég væri með erlend próf og það voru allir meðvitaðir um það enda tilkynnti ég það líka strax við komuna vestur.“
Þetta segir Anna Aurora Waage Óskarsdóttir í viðtali við Mannlíf, en Anna var handtekin í Bolgunarvík í gær vegna gruns um að hafa falsað skjöl um menntun og starfsleyfi sín sem sjúkraliði. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær kom fram að hún hefði einnig stolið, eða reynt, að stela lyfjum.
Um er að ræða býsna þungar ásakanir en Anna lýsir sakleysi sínu í viðtali við Mannlíf. Kveðst hún bæði ætla að stefna Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og lögreglustjóranum á Vestfjörðum vegna málsins.
Anna segir við Mannlíf að hún hafi náð sér í sjúkraliðaréttindi erlendis og sé svo með annað próf sem er ígildi háskólagráðu. „Það var allt uppi á borðum frá upphafi, ég var alls ekkert að reyna að falsa neitt,“ segir hún.
Þá þvertekur hún fyrir að hafa stolið einhverju. „Þeir leituðu í öllu hjá mér og fundu ekki neitt.“
Í viðtalinu segir Anna að hún hafi aldrei verið ein á vakt. Þær vaktir sem hún hafi sinnt hafi verið næturvaktir þar sem engin lyfjagjöf fór fram. Hún hafi sinnt almennri umönnun og bjöllukalli.
„Ég fer þarna í góðum tilgangi einum.“
Viðtalið í heild.