Anna í á­falli eftir að hún var hand­tekin: „Ég fer þarna í góðum til­gangi einum“

„Ég til­kynnti það strax á minni um­sókn að ég væri með er­lend próf og það voru allir með­vitaðir um það enda til­kynnti ég það líka strax við komuna vestur.“

Þetta segir Anna Aur­ora Wa­age Óskars­dóttir í við­tali við Mann­líf, en Anna var hand­tekin í Bolgunar­vík í gær vegna gruns um að hafa falsað skjöl um menntun og starfs­leyfi sín sem sjúkra­liði. Í til­kynningu sem lög­regla sendi frá sér í gær kom fram að hún hefði einnig stolið, eða reynt, að stela lyfjum.

Um er að ræða býsna þungar á­sakanir en Anna lýsir sak­leysi sínu í við­tali við Mann­líf. Kveðst hún bæði ætla að stefna Gylfa Ólafs­syni, for­stjóra Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða og lög­reglu­stjóranum á Vest­fjörðum vegna málsins.

Anna segir við Mann­líf að hún hafi náð sér í sjúkra­liða­réttindi er­lendis og sé svo með annað próf sem er í­gildi há­skóla­gráðu. „Það var allt uppi á borðum frá upp­hafi, ég var alls ekkert að reyna að falsa neitt,“ segir hún.

Þá þver­tekur hún fyrir að hafa stolið ein­hverju. „Þeir leituðu í öllu hjá mér og fundu ekki neitt.“

Í við­talinu segir Anna að hún hafi aldrei verið ein á vakt. Þær vaktir sem hún hafi sinnt hafi verið nætur­vaktir þar sem engin lyfja­gjöf fór fram. Hún hafi sinnt al­mennri um­önnun og bjöllu­kalli.
„Ég fer þarna í góðum til­gangi einum.“

Viðtalið í heild.