And­lát: Guðni A. Jóhannes­son

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­­son fyrr­verandi orku­mála­stjóri lést á Land­skots­spítala í gær, 71 árs að aldri. Bana­mein hans var krabba­mein.

Guðni Albert fæddist í Reykja­vík 27. nóvember 1951, sonur hjónanna Al­dísar Jónu Ás­munds­dóttur hús­móður og Jóhannesar Guðna­sonar elda­véla­smiðs. Hann lauk stúdents­prófi frá eðlis­fræði­deild Mennta­skólans í Reykja­vík árið 1971, tók fyrri­hluta­nám í eðlis­verk­fræði í tvö ár við Há­skóla Ís­lands og lauk náminu í Lundi í Sví­þjóð. Þar lauk hann svo doktors­námi í byggingar­eðlis­fræði árið 1981.

Guðni starfaði sem dósent eftir að doktors­náminu lauk, en heim­fluttur hóf hann störf hjá Rann­sóknar­stofnun byggingar­iðnaðarins þar til hann stofnaði eigin verk­fræði­stofu. Árið 1990 fékk Guðni prófessors­stöðu við Konung­lega verk­fræði­há­skólann í Stokk­hólmi og gegndi þeirri stöðu í 17 ár, allt til loka árs 2007. Í árs­byrjun 2008 tók hann við stöðu orku­mála­stjóra og gegndi henni í 13 ár, eða til ársins 2021.

Eftir­lifandi eigin­kona Guðna er Bryn­dís Sverris­dóttir safna­fræðingur. Börn þeirra eru Gunn­hildur Margrét, læknir í Gauta­borg og Sverrir Páll, leikari í Stokk­hólmi. Barna­börnin eru fimm.