Þorbjörn Þórðarson, lögmaður og fyrrverandi fréttamaður, hefur eytt tísti sem hann setti á Twitter í morgun þar sem hann vitnar í samtal sitt við fréttamann.
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, tók skjáskot af því en þar rifjar Þorbjörn að hann hafi unnið á fjölmiðlum í ellefu ár:
„Mig skorti orð til að lýsa fámennri fréttavakt undir ómanneskjulegu álagi. Einn núverandi fréttamaður kom með frábærlega lýsandi orð í samtali okkar í gær. Hann kallar slíkar vaktir „ofbeldisvaktir“.
Aðalsteinn deilir þessu tísti og segir:
„Rakst á ótrúlega góða greiningu á störfum og aðstæðum fréttamanna á Twitter og fannst tilefni til að deila henni á Facebook líka.“
Aðalsteinn sendir svo Þorbirni eitraða pillu þar sem hann rifjar upp störf Þorbjörns fyrir Samherja:
„Ég myndi sjálfur bæta við í jöfnuna álaginu sem fylgir því þegar stórfyrirtæki sem fjallað er um og ráðgjafar þeirra beita hótunum, umsátri, og sérstaklega framleiddum árásar- og áróðursauglýsingum gegn blaðamönnum,“ segir Aðalsteinn.