„Ég er löngu búin að ákveða það að ég tek þátt aftur á næsta ári. Þá verð ég 97 ára,“ segir Aðalheiður Einarsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Aðalheiður bar sigur úr bítum í alþjóðlegri hjólakeppni eldri borgara á dögunum, Road Worlds for Seniors.
Það er skemmst frá því að segja að Aðalheiður hjólaði 832 kílómetra á 20 dögum, lengst allra Íslendinga í keppninni. Það skilaði henni sjötta sæti í keppninni á heimsvísu.
„Ég hef alltaf verið dálítið dugleg að hreyfa mig og sérstaklega núna upp á síðkastið,“ segir hún við Fréttablaðið en hún er 96 ára og býr á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Þó að keppninni sé formlega lokið ætlar Aðalheiður að halda sér í formi áfram. „Ég var að hjóla í svona tvo tíma á dag í keppninni en ætla að hjóla tvisvar sinnum í viku,“ segir hún og bætir við að hún ætli að taka aftur þátt að ári, þá 97 ára.
Hér má lesa stórskemmtilegt viðtal við Aðalheiði í heild sinni.