Aðal­heiður, 96 ára, sigraði í al­þjóð­legri hjóla­keppni: „Ég var að hjóla í svona tvo tíma á dag“

„Ég er löngu búin að á­kveða það að ég tek þátt aftur á næsta ári. Þá verð ég 97 ára,“ segir Aðal­heiður Einars­dóttir í við­tali í Frétta­blaðinu í dag. Aðal­heiður bar sigur úr bítum í al­þjóð­legri hjóla­keppni eldri borgara á dögunum, Road Worlds for Seni­ors.

Það er skemmst frá því að segja að Aðal­heiður hjólaði 832 kíló­metra á 20 dögum, lengst allra Ís­lendinga í keppninni. Það skilaði henni sjötta sæti í keppninni á heims­vísu.

„Ég hef alltaf verið dá­lítið dug­leg að hreyfa mig og sér­stak­lega núna upp á síð­kastið,“ segir hún við Frétta­blaðið en hún er 96 ára og býr á hjúkrunar­heimilinu Hlíð á Akur­eyri.

Þó að keppninni sé form­lega lokið ætlar Aðal­heiður að halda sér í formi á­fram. „Ég var að hjóla í svona tvo tíma á dag í keppninni en ætla að hjóla tvisvar sinnum í viku,“ segir hún og bætir við að hún ætli að taka aftur þátt að ári, þá 97 ára.

Hér má lesa stór­skemmti­legt við­tal við Aðal­heiði í heild sinni.