Vilhelm þorsteinsson, forstjóri eimskips, hjá jóni g. í kvöld: mjög sáttur við þriðja ársfjórðung!

Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, er gestur Jóns G. í kvöld og koma þeir mjög víða við sögu. Hann tók við stöðu forstjóra snemma á árinu og hefur orðið að láta til sín taka við að hagræða í rekstrinum líkt og flest félög á Íslandi um þessar mundir. Félagið birti uppgjör sitt á 3ja ársfjórðingi og skilaði um 1 milljarði í hagnað á honum. Vilhelm fer yfir kröftuga starfsemi félagsins á norðurslóðum og fer yfir Trans-Atlantic flutninga félagsins.

Hann vann í Íslandsbanka í um tuttugu ár og síðustu tíu árin sem einn af stjórnendum bankans. Hann segir í sjálfu sér lítinn eðlismun á að stjórna í banka eða í brú skipafélags. Verkefnið sé að búa til hópa og mynda samheldni starfsfólks til að ná tilsettum markmiðum.

Samherji á 25% hlut í Eimskip og spurður um hvort Samherjamálið hafi haft áhrif á viðskipti Eimskips erlendis, segir Vilhelm að sem betur fer sé svo ekki.  Félagið er með yfir 1.700 starfsmenn í starfsstöðvum í 18 löndum, þar af um 900 starfsmenn hérlendis. „Starfsmenn okkar hér heima hafa fylgjast auðvitað með framvindu málsins eins og aðrir Íslendingar. En starfsmenn vita að við erum sjálfstætt félag, við erum skráð félag og frá degi til dags er félagið stýrt af stjórnendum og við einbeitum okkur að rekstrinum.“

Þátturinn er á dagskrá kl. 20:30 í kvöld.