Svona sjá útlendingar Íslendinga: „Það útskýrir drykkjusýkina“

Við ætlum að rifja upp grein sem Jordi Pujolá skrifaði í Stúdentablaðið og var þýdd af Hrund Pálsdóttur. Jordi Pujolá flutti til Íslands árið 2013 og hefur margsinnis verið spurður hver upplifun hans sé sem Spánverja að eiga heima á Íslandi, og þá hvort hann sakni ekki sólarinnar. Svar  Jordi Pujolá var að ef hann hefði sóst eftir sólinni hefði hann búið áfram í Barcelona.

„Ég er hrifinn af Íslandi af því að það er öðruvísi,“

sagði Jordi Pujolá sem síðan birti lista yfir það sem honum þótti einkennilegast hér á landi

Að sjá öll veðurtáknin á sama tíma í veðurfréttum (sól, rigningu, snjó…)

Að sjá verslun lokaða „vegna veðurblíðu“.

Fréttablaðið/ Anton Brink

Að Íslendingar klæðast aldrei þykkum eða áberandi útivistarfatnaði þrátt fyrir kuldann og myrkrið. Ef þú sérð einhvern ganga niður Laugaveginn þannig til fara eru það án efa túristar.

Að bæta við vini á Facebook og sjá að þið eigið sameiginlega vini nú þegar.

Að Íslendingar hafa þá þráhyggju að eiga alltaf uppáhalds staði í bænum sem selja bestu pylsurnar, ísinn og kaffið.

Að sokkar eru jafn mikilvægir og skór. Jafnvel hjá tannlækninum fer fólk úr skónum.

Að þú þurfir ekki að sýna afgreiðslufólki í matarbúðum ofan í bakpokann þinn til að sýna fram á að þú sért ekki að stela eins og þarf að gera á Spáni. Þegar ég gerði það í fyrsta skipti á Íslandi horfði unglingurinn sem afgreiddi mig í Bónus á mig eins og ég væri klikkaður.

Að Íslendingar eru sérlega þjóðræknir og hvetja alltaf landa sína, jafnvel í karókí keppni.

Að Íslendingar ganga frjálslega á grasinu. Það er bannað í spænskum almenningsgörðum.

Fréttablaðið/Getty

Að fylgjast með Íslendingum tala í símann. Fyrst hélt ég að einhver ósköp hefðu komið fyrir!

Að kaupa fullt af bjór í matarbúðinni og taka eftir því þegar heim er komið að hann er áfengislaus. Bjór var bannaður á Íslandi á árunum 1915-1989!

Það útskýrir drykkjusýkina!