Lægstu verðtryggðu vextirnir standa nú í 1,77 prósentum – lægstu óverðtryggðu vextirnir í 4,6 prósentum

Lægstu verð­tryggðu breyti­legu vextir sem hægt er að fá vegna töku hús­næð­is­lána eru nú 1,77 pró­sent. Þessir vextir standa nú til boða hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðnum eftir að sjóðurinn lækk­aði vexti sína nýver­ið. Lægstu óverð­tryggðu vext­irnir sem standa fólki til boða vegna töku húsnæðislána eru nú 4,6 prósent. Hægt er að fá þessi vaxtakjör hjá Birtu líf­eyr­is­sjóði.

Kjarninn greinir frá. Í báðum til­fellum er um lægstu vexti hvors lána­forms fyrir sig sem íslenskum lán­tak­endum hefur nokkru sinni staðið til boða. Þannig halda vextir sem eru í boði fyrir lántakendur hér á landi áfram að lækka.

Sem kunnugt er hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands einnig lækkað og eru nú 3,5 pró­sent. Hafa þeir aldrei verið lægri.