Glíman við samdráttinn: vaxtalækkun seðlabankans og voru kjarasamningarnir raunhæfir?

Ásdís Kristjánsdóttir, forstmaður efnahagssviðs SA, er gestur Jóns G. í kvöld og fara þau yfir stöðu atvinnulífins nú á haustdögum. Glíman við samdráttinn er núna í fullum gangi og margt bendir til þess að bakslagið verði minna en áður var áætlað.

Verður þetta mjúk lending eða jafnvel svonefnd snertilending með hagvexti eftir aðeins nokkra mánuði; að landsframleiðslan byrji að vaxa aftur næsta vor? Fjárhagsstaða heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri.

Ásdís segir að kjarasamningarnir frá því fyrr á árinu standist og valdi ekki verðbólgu við þessar aðstæður; þ.e. samdrátt í stað hagvaxtar. Gengi krónunnar hefur ekki fallið í samdrættinum heldur aðeins lækkað lítillega.

Þá fagnar Ásdís vaxtalækkun Seðlabankans frá í morgun og segir hana hafa góð áhrif á atvinnulífið.

Allt um stöðuna í efnahagsmálum hjá Jóni G. í kl. 20:30