Fóru yfir sjó og land um jólin

Áslaug Guðrúnardóttir fór með fjölskylduna til Taílands yfir hátíðarnar:

Fóru yfir sjó og land um jólin

Það var enginn skortur á góðum sögum í lífsstílsþættinum Ferðalaginu á Hringbraut í liðinni viku, en meðal viðmælenda þar voru Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur sem sagði frá jólaferð fjölskyldu sinnar til Taílands.

Áslaug segir í samtali sínu við Sigmund Erni, sem nú má sjá hér á vef stöðvarinnar, að það sem hafi komið henni og eiginmanninum Runólfi Ágústssyni einna mest á óvart var hvað viðmót fólksins í landinu hafi verið gott og þægilegt, en gestrisni Taílendinga sé í raun og sann með eindæmum.

Þau vörðu hátíðunum á fámennum eyjum úti á landi í Taílandi ásamt tveggja ára dóttur þeirra, vel fjarri þéttasta túrismanum í landinu og nutu þar náttúru, matar og mannlífs eins og vel kemur fram í viðtalinu við Áslaugu í líufsstílsþættinum Ferðalaginu á Hringbraut.

Nýjast