Ferðastu ódýrt eins og innfæddur

Íbúðaskipti milli landa æ vinsælli, að því er fram kom í Ferðalaginu:

Ferðastu ódýrt eins og innfæddur

íbúðaskipti milli landa eru að verða æ vinsælli kostur ferðafólks sem vill sláa tvær flugur hið minnsta í einu höggi; ferðast ódýrt og kynnast útlandinu og menningu þess og sögu í sem mestu návígi, fjarrri helstu túristagildrum áfangastaðarins.

Þetta kom fram í einkar upplýsandi viðtali við hjónin Önnu Birrgittu Bóasdóttur og Arnlaug Helgason í lífsstílsþættinum Ferðalaginu á Hringbraut í liðinni viku, sem nú má sjá hér á vef stöðvarinnar, en þar deila þau með áhorfendum reynslu sinni af því að skipta við útlendinga á heimilum sínum. Í þeim efnum hafa þau notast við ferðasíðuna homeexchange.com þar sem hægt er að verða sér úti um allar nauðsynlegar upplýsingar um þennan hakvæma ferðamáta þar sem ekkert þarf að greiða fyrir gistingu, heldur einungis að njóta þess trausts að fá að búa á heimili heimafólks og nota þar og njóta alls þess að það hefur upp á að bjóða, svo sem einkabifreiðar á staðnum, reiðhjóla, garðs og sólpalls inni dæmigerðu íbúðahverfi.

Anna Birgitta og Arnlaugur segjast vera heilluð af þessum ferðamöguleika og ekki síst áðurnefnds trausts sem ókunnugt fólk sýni hvert öðru með því að bjóða því ókeypis afnot af húsum sínum og heimilum í skiptum fyrir sama greiða í eigin heimalandi.

Ferðalagið er frumsýnt öll miðvikudagskvöld klukkan 20:00.

Nýjast