Sparnaður og ráðdeild snýst fyrst og síðast um skipulagningu, að sögn Sjafnar Þórðar, þúsundþjalasmiðs sem mætti í sjónvarpsþáttinn Heimilið á Hringbraut í gærkvöld og ráðlagði áhorfendum hvernig þeir geta sparað peningana í heimilisbuddunni.
Sjöfn skipuleggur allt hvað varðar vinnu og heimili og heldur nákvæma dagbók til að auðvelda sér að fara úr einu verkefni í annað - og þá fer hún aldrei út í búð öðruvísi en að taka með sér nákvæman innkaupalista sem er skrifaður niður í ljósi þess sem er til í búrinu og þess sem á að elda næstu daga.
Hún lætur gera tilboð í öll smærri og stærri verkefni og útgjöld heimilisins og segir að þar megi spara einna stærstu upphæðirnar í rekstri heimilisins. Og svo nefnir hún líka tískuna; það eigi ekki eð eltast við hana heldur koma sér upp klassískum faraskáp og kaupa föt í samræmi það sem fyrir er á heimilinu.
Og svo kaupir hún sér ekki endalaust af snyrtivörum, aðeins þæt sem hún veit að hún notar og ekkert umfram það - og notar helst bara sama ilminn allt árið þar til búið er úr glasinu. En besta ráðið í sparnaði til langs tíma er samt, segir hún, að kaupa holla fæðu og hugsa um það sem maður setur ofan í sig.
Heimilið er endursýnt í dag og einnig aðgengilegt á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.