Myglan þrífst á nýjum byggingarefnum

Myglan fylgir öllum húsakynnum, í misjöfnum mæli og er víðast hvar sárasaklaus, svo sem í gluggakistum þar sem hitaskipti eru mikil og viðvarandi. Þetta segir Eiríkur Þorsteinsson, gæða- og fasteignastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Hann er gestur fasteignaþáttarins Heimilisins á Hringbraut í kvöld, en þar er fjallað um allt sem lýtur að rekstri heimilisins, svo og húnsæðismál almennt. Eiríkur fer vel yfir sögu myglunnar í samfélagi við mannfólkið á síðustu áratugum og minnir á að fyrr á tíð hafi íbúðaeigendur loftað miklu betur um híbýli sín en þekkist nú í seinni tíð - og þá sé kyndingu íbúða í dag ekki saman að jafna við það sem tíðkaðist í olíufíringunni í gamla daga.

Eitt skipti þó einna mestu varðandi nýjar eiginir; gipsveggir séu algengstir í innviðum nú til dags og pappinn utan á þeim sé veisluborð myglunnar og það sama gildi um innanhússmálningu síðustu ára sem sé orðin svo umhverfisvæn að líkja megi við salatkrásir sveppafjölskyldunnar.

Heimilið er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.